Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 7

Andvari - 01.01.1951, Side 7
ANDVARI Guðmundur Finnbogason. Eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Næstu árin eftir að Alþingi íslendinga hlaut löggjafarvald voru ekki hagsældar- og blómatími. Eldgos ollu sums staðar miklu tjóni, og hafís og vetrarhörkur píndu fólk og fénað. Þó að svo ætti að heita, að verzlunin væri orðin frjáls, var víða á henni hið gamla einokunarsnið, og geta íslenzkra stjómarvalda til úrbóta var ennþá nauðalítil. Undanfarna áratugi hafði verið háð hörð barátta fyrir verzlunarfrelsi og fjárhagslegu og stjómar- farslegu frjálsræði íslendinga. Hugsjóna- og framfaramenn - með skáldin í fremstu fylkingarröð — höfðu hvatt þjóðina til framtaks og samtaka og bent á leiðir til bættrar afkomu og auk- tns öryggis. Þeir höfðu vakið hjá henni metnað og trú á landið °g á framtíðina. Þegar óáran hafði þrengt að landslýðnum áður a öldum, hafði ekki verið annars kostur en herða á sultarólinni °g fara á verðgang, ef ekki reyndist vært heima fyrir. Nú höfðu þjóðinni verið vaktar vonir um bætta hagi og betra líf. Hún kafði og fengið nokkra vitneskju um framfarir í nágrannalönd- tinum, og í vestrinu, í þeim heimi, sem íslendingar höfðu séð í killingum fornra sagna, biðu víðáttumiklar grassléttur og heill- andi skógar og huðu faðm sinn hörnum hrjóstra og berangurs. Leiðin þangað var síðan í margra augum sú einasta til hagsæld- ar og hamingju, og öðrurn virtist hún að minnsta kosti sú greið- faerasta til framtíðarheilla. En þorri rnanna varð þó kyrr í landi feðra sinna, sumir sjálfsagt af tregðu eða doða, aðrir í þeirri von, a<^ þeir mundu njóta framtaks og fyrirgreiðslu sér meiri manna,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.