Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 60

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 60
56 Barði Guðmundsson ANDVARl Ölkofra sýluian salca og segir við goðana: „En hann mátti eigi ábyrgjast ykkar skóg, er hann brenndi sinn skóg, og var slíkt voðaverk. En fyrir því að það er í gerð lagt, þá skal gera nokkuð fyrir. Þið sex menn hafið átt skógana. Nú viljum við gera sex álnir hverjum ykkar, og skal það gjaldast hér þegar“. Að sjálf- sögðu er gerð þessi lítt að lögum, en hugsun höfundar er samt skýr og ljós. Hann lítur svo á, að maður, sem missir eign sína af óhöppum, sé eigi ábyrgur gagnvart öðrum, er bíða tjón við fjármissi hans. Er líkast sem hér tali vamaraðili í skuldheimtu- máli, er leitar að siðferðilegum grundvelli undir vanskil sín. Fellur þetta vel saman við þá fólsku, sem felst í fúlyrðinu arga- skattur, þegar það er haft um hina óverulegu greiðslu, sem látin er þó af hendi rakna. Dæmisagan veldur því, að á yfirborðinu eru fjárkröfumálin gegn þeim Ölkofra á Þórhallsstöðum og Katli í Efstadal ólík. Engu að síður em augljós tengsl þeirra á milli. Hópur manna stendur að fjárkröfunni, en sumir þeir, sem skaða höfðu beðið, hafast ekki að. Tveir höfðingjar hafa forgöngu í málinu. Annar þeirra og svo skuldarinn eru búsettir í Ámesþingi. Málið er leyst með fáránlega einhliða úrskurði, er gengur mjög á móti skuldheimtumönnunum. Þeim líkar að vonum stórilla málalokin, en fá ekki að gert. Þau undur hafa orðið, að skuldarinn velur dómarann í sínu eigin máli, og ganga því málsækjendur frá horði með skarðan hlut, þótt stórhöfðingjar séu. Allt þetta gerðist í skuldamáli Ketils frá Efstadal, en getur með engu móti hafa átt sér stað í tíð Snorra goða, Guðmundar ríka og Skafta með þeim hætti, sem frá er greint í Ölkofra þætti. Þáttarhöfundi hefir ekki heldur tekizt að setja á frásögn sína nokkurn líkindablæ, eða ef til vill ekki hirt um það. Ef spurt er um aðalefni Ölkofra þáttar, þá er þeirri spurningu auðsvarað. Auk gerðarinnar í fjárkröfumálinu eru það níðmælin um Ásg rím, Sturlu og Þorvarð, þar sem þó megináherzla er lögð á að mannskemma hinn síðast nefnda. Að vísu verða þeir Hrafn og Erlendur fyrir illkvittnu aðkasti, en það er þó einher hégómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.