Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 60

Andvari - 01.01.1951, Side 60
56 Barði Guðmundsson ANDVARl Ölkofra sýluian salca og segir við goðana: „En hann mátti eigi ábyrgjast ykkar skóg, er hann brenndi sinn skóg, og var slíkt voðaverk. En fyrir því að það er í gerð lagt, þá skal gera nokkuð fyrir. Þið sex menn hafið átt skógana. Nú viljum við gera sex álnir hverjum ykkar, og skal það gjaldast hér þegar“. Að sjálf- sögðu er gerð þessi lítt að lögum, en hugsun höfundar er samt skýr og ljós. Hann lítur svo á, að maður, sem missir eign sína af óhöppum, sé eigi ábyrgur gagnvart öðrum, er bíða tjón við fjármissi hans. Er líkast sem hér tali vamaraðili í skuldheimtu- máli, er leitar að siðferðilegum grundvelli undir vanskil sín. Fellur þetta vel saman við þá fólsku, sem felst í fúlyrðinu arga- skattur, þegar það er haft um hina óverulegu greiðslu, sem látin er þó af hendi rakna. Dæmisagan veldur því, að á yfirborðinu eru fjárkröfumálin gegn þeim Ölkofra á Þórhallsstöðum og Katli í Efstadal ólík. Engu að síður em augljós tengsl þeirra á milli. Hópur manna stendur að fjárkröfunni, en sumir þeir, sem skaða höfðu beðið, hafast ekki að. Tveir höfðingjar hafa forgöngu í málinu. Annar þeirra og svo skuldarinn eru búsettir í Ámesþingi. Málið er leyst með fáránlega einhliða úrskurði, er gengur mjög á móti skuldheimtumönnunum. Þeim líkar að vonum stórilla málalokin, en fá ekki að gert. Þau undur hafa orðið, að skuldarinn velur dómarann í sínu eigin máli, og ganga því málsækjendur frá horði með skarðan hlut, þótt stórhöfðingjar séu. Allt þetta gerðist í skuldamáli Ketils frá Efstadal, en getur með engu móti hafa átt sér stað í tíð Snorra goða, Guðmundar ríka og Skafta með þeim hætti, sem frá er greint í Ölkofra þætti. Þáttarhöfundi hefir ekki heldur tekizt að setja á frásögn sína nokkurn líkindablæ, eða ef til vill ekki hirt um það. Ef spurt er um aðalefni Ölkofra þáttar, þá er þeirri spurningu auðsvarað. Auk gerðarinnar í fjárkröfumálinu eru það níðmælin um Ásg rím, Sturlu og Þorvarð, þar sem þó megináherzla er lögð á að mannskemma hinn síðast nefnda. Að vísu verða þeir Hrafn og Erlendur fyrir illkvittnu aðkasti, en það er þó einher hégómi

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.