Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 51

Andvari - 01.01.1951, Side 51
ANDVARI Gervinöfn í Ölkofra þætti 47 síðutímabilið bera því einnig vitni, að þá var það venja við upp- talning embættismanna hérlendis að geta lyrst kirkjuhöfðingja, þá tignustu valdsmanna og svo lögmanns. Metorðaröð verðslegu höfðingjanna þriggja, sem nefndir voru, er á árunum 1271 til 1277 ætíð þannig: Hrafn Oddsson, Þorvarður Þórarinsson, Sturla lögmaður. Og berum svo saman þessa nafnaröð við upptalningu goðanna í Ölkofra þætti. „Einn var Snorri goði, annar Guð- mundur Eyjólfsson, þriðji Skafti lögmaður". Alveg eins og annáls- ritaranum finnst þáttarhöfundi bezt fara á því, að skipa lög- manninum hinn þriðja sess í röðinni. Ámælisorð Brodda við goðana sex koma nú að góðum not- um. Við hinn fyrstnefnda segir hann: „Um snýr þú þá sæmd- unum, Snorri, ef þú leggur allan hug á að hefna mér, en þú hefnir eigi föður þíns“. Ekki samrýmist ádeila þessi vel sögnum af Snorra goða. Að vísu var Þorgrímur goði faðir Snorra myrtur, en Gísli Súrsson vegandi hans hlaut skóggang fyrir og var síðan drepinn í sekt sinni, er Snorri var 15 vetra gamall. Sjálfur átti Snorri ekki heldur hægt um vik að hefna föður síns, þótt eldri hefði hann verið, þar sem vegandinn var móðurbróðir hans. Má þyí segja, að ummæli Brodda séu fávíslega valin, ef þeim raun- verulega væri beint til Snorra goða. Allt öðru máli gegnir um °not þessi, ef við Hrafn Oddsson er átt, sem fremstur er talinn verðslegra höfðingja á Járnsíðutímabilinu. Árið 1234 tók Órækja Snorrason af lífi Odd Álason föður hans saklausan og þar að auki á níðingslegan hátt. Var ódæðið framið á bemskuheimili hh'afns, Eyri í Amarfirði. Hlaut honurn, sem þá var átta ára, að verða þessi hryllilegi atburður mjög minnisstæður. Hefði mátt húast við því, að svo skjótt sem Hrafn hafði aldur til, myndi hann reyna að koma fram hefndum og aldrei sáttum taka við föðurbana sinn. Þetta fór á annan veg. Hrafn kemur fyrst við sögu vorið 1241. Þá er hann félagi og stuðningsmaður Órækju Snorrasonar. Ekki voru þeir þó vandabundnir, sem verið höfðu Snorri goði og Gísli Súrsson. Og aldrei liafði Snorri samneyti v'h þenna frænda sinn. 4

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.