Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 74
70 Barði Guðmundsson ANDVARl gelti jpeim, er Sölvi hét, og gyltu. Þau fundust þrem vetrum síðar í Sölvadal og voru þá saman sjötíu svína . . . Helgi gaf Auðuni rotin land upp frá Hálsi til Villingadals. Hann bjó í Saurbæ. Þeirra börn Einar . . . og Vigdís . . . Helgi gaf Hrólfi syni sín- um öll lönd fyrir austan Eyjafjarðará frá Hvoli upp, og bjó hann í Gnúpufelli og reisti þar hof mikið“. Gnúpufell er rétt hjá Saur- bæ og einnig Sölvadalur, þar sem svínin juku kyn sitt, svo af varð heil hjörð á þremur árum. Báðar eru svínasögurnar sem steyptar væru í sama móti. Og þær hafa á sér greinileg ummerki áhrifa frá heiðinni frjósemis- dýrkun. 1 íslenzkum fomritum eru aðeins til þrjár svínasagnir af þessari gerð, og er hina þriðju einnig að finna í Landnámabók. Ingimundur gamli, sem talinn er vera af gauzkri ætt eins og Llelgi magri, nam Vatnsdal og bjó að Hofi í Áshreppi. Föðurfaðir hans kallast Ketill „hersir ágætur í Raumsdal í Noregi“, en Ingi- mundur óx upp í Hefni hjá Þóri, syni Gunnlaugs Hrólfssonar. Þegar Ingimundur lluttist í Vatnsdal fæddist Þórdís dóttir hans, og honum „hurfu svín tíu og fundust annað haust í Svínadal og voru þá hundrað svína. Göltur hét Beigaður, hann hljó-p á Svínavatn og svam, þar til af gengu klaufirnar. Hann sprakk á Beigaðarhvoli". Áshreppur í Vatnsdal er einn af þeim 18 hreppum landsins, sem hafa Saurbæ. Þannig falla allar svínasagnirnar þrjár á slíka hreppa, þótt hreppatalan í heild sé 164. Má örugglega ganga úr skugga um það, að hér er ekki um tilviljun að tala. Alls munu finnast í fornritum fimmtán svínasagnir, sem eiga að hafa gerzt á íslandi í heiðni, og af þeim eru níu staðbundnar í hreppum með Saurbæi. Ein varðar sonarson Þórdísar dóttur Ingimundar gamla, önnur son Vigdísar, dóttur Helgu, fyrstu húsfreyjunnar í Saurbæ í Eyjafirði, og hin þriðja gerist á hlaðinu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Það virðist sem hið nánasta samband hafi verið á milli svínaátrúnaðar og Saurbæja á íslandi í heiðni. Llelga í Saurbæ var dótturdóttir hersis. Hún átti dóttur með dísarnafni og Hrólf fyrir bróður. Steinólfur lági, sem reisti Saur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.