Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 46

Andvari - 01.01.1951, Page 46
42 Barði Guðmundsson ANDVARI brekku fram á sjónarsviðið og lét hann hvetja til ófriðar við Eyjólf halta út frá þeirri forsendu að „Eyjólfur vill nú ganga yfir alla þjóð.“ Vigfús og Hrafn Oddsson voru svilar og arftakar eftir Sturlu Sighvatsson og Jón son hans sem andaðist ungur og barnlaus árið 1254. Má telja víst að misklíð svilanna hafi verið sprottin af átökum þeirra um arfleifð Sturlu og þá eink- um Snorrungagoðorðið. Af Þorgils sögu skarða sést að um 1260 hefir Sighvatur Böðvarsson á Stað átt í deilum við þá báða Vigfús og Hrafn en þeir þó verið ósáttir sín á milli. Höfðu Staðarmenn fyrrurn gert kröfu til hlutdeildar í Snorrungagoð- orðinu og stundum haft ítök í því. En nú hafði Vigfús sezt að á Sauðafelli, sem löngum var höfuðstaður þessa mannafor- ræðis. Árið 1261 var valdaskipting höfðingjanna yfir landinu í höf- uðdráttum þannig: í Vestfirðingafjórðungi réð Idrafn Oddsson langmestu og naut þar að auki trausts og hylli Hákonar konungs gamla. Allur Norðlendingafjórðungur, svo og Árnes- og Kjalar- nesþing laut veldi Gissurar jarls Þorvaldssonar, en Rangárþingi og Austurlandi réðu Oddaverjar og Svínfellingar. Var Þorvarður Þórarinsson þeirra mestur fyrirferðar að völdum og atorku. Til þess að hefta uppgang Gissurar og Elrafns hófst Vigfús Gunn- steinsson handa um það, að koma á samtökum milli annarra höfðingja í landinu. Hann lætur deilur sínar við Sighvat Böðvars- son á Stað niður falla og snýr sér að því, að draga saman sátt með honum og Þorvarði Þórarinssyni í vígsmáli Þorgils skarða, sem vitanlega var lrumskilyrði til framkvæmdar þessa áforms. í Þorgils sögu er þannig greint frá athöfnum Vigfúss veturinn 1261 til 1262: „Vigfús Gunnsteinsson sat að Sauðafelli og höfðu þeir Sig- hvatur þá sætzt á sín mál, og skyldi þar heita hleytivinátta. Milli þeirra Þorvarðs og Vigfúss höfðu farið vináttumál. Þeir fundust að Keldum, og var Vigfús lengi með Þorvarði um veturinn. En er Vigfús kom heim, fann hann Sturlu mág sinn, og bað að Sturla skyldi draga saman sætt með þeim Þorvarði og Sighvati.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.