Andvari - 01.01.1940, Page 12
8
Sigurður Jónasson
andvabx
III.
Ólafur Friðriksson kom heim til Akureyrar frá Kaup-
mannahöfn seint á árinu 1914, en fluttist þaðan til Reykja-
víkur snemma á árinu 1915 og gerðist brátt foringi verka-
manna. Hann tók við ritstjórn Dagsbrúnar, vikublaðs verka-
manna, sem hann stofnaði með nokkrum öðrum mönnum.
og hóf harðan áróður fyrir jafnaðarstefnunni og slcipulagn-
ingu verklýðssamtaka. Ólafur var aðalhvatamaður að stofn-
un Sjómannafélags Reykjavíkur árið 1915. Nokkru fyrr hafði
verkakvennafélagið Framsókn verið stofnað. Eftir að þessi
og tvö fyrrnefnd aðal-verklýðsfélög höfðu verið stofnuð, var
brautin rudd að stofnun sainbands verklýðsfélaganna. Nokkr-
ir menn úr félögunum voru kosnir í sameiginlega nefnd til
þess að vinna að undirbúningi stofnunar slíks sambands.
Afleiðingin af starfsemi þessarar nefndar varð sú, að Alþýðu-
samband Islands var stofnað og fyrsta þing þess sett 12-
marz 1916. Ritari þingsins var kosinn Jón Raldvinsson prent-
ari í Gutenberg, en hann átti sæti á þinginu sem annar full-
trúi Hins íslenzka prentarafélags. Jón hafði þó eigi átt sseti
i undirbúningsnefndinni og fremur lítið verið riðinn við und-
ix-búninginn að stofnun sambandsins. Haustið 1916 var Jón
Raldvinsson kosinn forseti Alþýðusambands Islands og gegndi
því virðulega starfi síðan til dauðadags.
Stofnun Alþýðusambandsins markar glögg tímamót í sögu
verkalýðs og annars alþýðufólks á íslandi. Sem eins konar
ytra tákn þeirrar breytingar, sem á var orðin, má slcoða
sjómannaverkfallið voiáð 1916.
Stríðsárin voru akur, sem nýjar kenningar þrifust vel i.
og orsökin lil hins skjóta framgangs verklýðssamtakanna la
fyrst og fremst 1 því, að verkalýðurinn í bæjunum fann þa
fyrst alvarlega, hvar skórinn kreppti, og skynjaði, hvílíkt djiip
var í rauninni staðfest milli alþýðu og yfirstéttar. Þrátt fyrn*
þetta verður það eigi með sanni sagt um forgöngumenn
hinnar pólitísku verklýðshreyfingar á Islandi, að þeir hafi
notað sér þetta sérstaka ástand beinlínis til þess að vinna
jafnaðarstefnunni fylgi, enda þótt máske megi segja, að þeir