Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 29
andvari
Sjálfstæði íslands og atburðirnir vorið 1940
25
vald hans hefir farið, þegar mikið hefir legið við. En 9.
aPríl, þegar mest reið á, að beinu sambandi konungs og ráð-
herra væri haldið, slitnaði það. Þá komust meginherir tveggja
niestu hernaðaraðilja, sem sagan greinir, á milli íslendinga
°g konungs þeirra. Meðan svo stendur, getur vitanlega eltki
aft sér stað sú samvinna, sem eftir stjórnarskránni er nauð-
synleg milli konungs og ráðherra.
í íslenzkum lögum eru ekki fyrirmæli um, hvernig að
skuli fara, þegar svona stendur á. Mælt er fyrir um það,
hvernig fara skuli, ef konungur getur hvorki gegnt lconung-
dsemi í Danmörku né á íslandi. Að hinu er alls ekki vikið,
hvernig að skuli fara, ef honum er einungis ókleift að fara
uieð vald sitt hér. í íslenzku lagadeildinni hefir ætíð verið
^ennt, að ef konungur vanrækti stjórnarstörf á íslandi, þá
yrði ráðuneyti þess að fara með konungsvald, unz Alþingi
Serði aðra skipan. Aldrei hefir verið efazt um, að svo bæri
að fara að um þetta ólögákveðna tilfelli; en það, að kon-
ungi sé ókleift að fara með valdið, er þessu alveg hliðstætt,
°S sjálfsagt að láta hið sama gilda um hvort tveggja. Ríkis-
valdið kemur frá þjóðinni. Alþingi er fulltrúi hennar og
þess vegna bar því að segja til um það, með hverjum hætti
sl<yldi með konungsvaldið farið, þegar hinn rétti aðili gat
®igi beitt því. Hitt nær engri átt, sem flogið hefir fyrir, að
Ur því að konungur gat eigi farið með vald sitt, þá hefði
danska ríkisráðið átt að taka við því. Það er að vísu rétt,
a^ danska ríkisráðið á stundum að fara með konungsvald,
konungur getur í hvorugu landinu beitt valdi sínu. En
lJað á aldrei að fara með konungsvald, ef ómöguleikinn tek-
llr einungis til íslands, enda alveg ljóst, að nú var danska
rikisráðinu engu fremur kleift en konungi að fara með vald
þ^ns hér á landi.
Alþingi hafði þess vegna ekki einungis heimild tjl að ráð-
stafa meðferð konungsvaldins, heldur bar því til þess stjórn-
skipuleg skylda. Með þessu var ekki framið stjórnlagarof,
keldur þvert á móti stjórnskipun ríkisins haldið uppi á hætt-
Urinar stund. En í ályktuninni má eklti telja felast meira en