Andvari - 01.01.1940, Qupperneq 40
36
Sjálfstæði íslands og atburðirnir vorið 1940
andvaM
Með þessu svipuðu fyrirkomulagi hér á landi væri hið
erfiða úrlausnarefni um forseta og samhengi í meðferð hins
æðsta valds leyst fyrirhafnarlaust og á miklu kostnaðarniinn1
hátt en ella. Sjálfsagt væri, að hlutfallskosningar væru 11
þingi um ráðherrastöðurnar, sem ekki þyrftu að vera fleu'1
en fimm, eða jafnvel þrjár. Þar með væri sltapaðar verulega1'
líkur fyrir, að réttur minnihlutans væri eigi jafnt fyrir borð
borinn og verið hefir til skamms tíma undanfarin ár hér 11
landi. En jafnframt væri tryggt, að meiri hlutinn hefði ætíð
lirslitaráðin og gæti komið sínum vilja frarn.
VI.
Á þessi atriði er hér einungis bent til íhugunar. Að lok"
um skal einungis að því vikið, að þótt allar líkur séu tik
að vér höfum þegar á næsta ári formlegan rétt til að slítn
sambandinu við Danmörku til fulls og setja sjálfum °sS
frambúðar stjórnskipun, þá er mjög vafasamt, hvort hygo1'
legt er að gera það, meðan erlendur her er í landinu. Þarf
það mál rækilegri umhugsunar en það enn hefir hlotið-
Hver úrræði, sem valin verða, ríður samt mest á, að þjóðm
sé nú samhent og láti engan innri klofning eða veilur verða
öðrum afsökun til íhlutunar um hagi hennar og framtíð.
Óvissan er mikil og örðugleikarnir láta áreiðanlega ekk1
á sér standa. Eilt bendir þó sterldega til þess, að vér séum
eigi með öllu heillum horfnir. Það er, að allir meginflokkar
þjóðarinnar skyldu standa saman um stjórn landsins, þegar
þessir örlagaríku atburðir gerðust. Þeirri samvinnu er um
margt ábótavant og má vel vera, að flokkarnir þykist e!ga
högg í annars garð fyrir ýmislegt, sem þar hefir komið franu
En um meginatriðið: að reyna að forða þjóðinni frá hinm
mestu hættu, sem yfir hana hefir komið öldum saman, hafa
allir reynzt samtaka.
Ef þau samtök haldast, og ef þau sækja styrk sinn í ein-
heittan vilja þjóðarinnar til algers sjálfstæðis, höfum ver
eigi látið vort eftir liggja.
Síðan ráða guð og gæfan, hver úrslitin verða.