Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 42
38
Jónas Jónsson
akdvaiii
prófessor í sögu, og Freysteini Gunnarssyni, kennara í ís'
lenzku við Kennarasltólann, sjálfskipaður í útgáfunefnd
menningarsjóðs.
Það var engum efa bundið, að í hinni fyrstu stjórn út-
gáfu menningarsjóðs voru bæði viðurkenndir dugnaðar og
lærdómsmenn. Samt misheppnaðist starfið að verulegu leyh
fyrstu árin. Nefndin hafði ekki fast, fyrir fram ákveðið skipU"
lag á útgáfunni. Höfundar komu með handrit sín og sóttu a
að fá menningarsjóð til að gefa þau fit. Útgáfustjórnin konist
þannig í óþægilega varnaraðstöðu. Hún hafði ekki koinið
sér saman um ákveðin efni, sem hún vildi láta rita um>
heldur beið eftir höfundum, sem sóttu á með rit sín. Afleið*
ingin var auðsæ. Útgáfan var skipulagslaus með öllu. Sunia1'
bækurnar voru í sjálfu sér allmerkilegar, en aðrar freniur
léttvægar. Flestar af bókunum reyndust torseldar. Útgáfan
hafði engan duglegan fjárhaldsmann. Bækurnar voru uð
vonum settar í bókabúðir, þar sem sölulaun voru há, en oft
lítið gert til að afla bókunum vinsælda. Ýmsir bókaútgefend-
ur voru mjög andvígir þessari ríkisútgáfu og óskuðu henni
engra þrifa.
II.
Svo liðu nokkur ár. Af ýmsum orsökum dró úr tekjum
menningarsjóðs, svo að hann hafði yfir litlu fé að ráða-
Bókaútgáfan safnaði stöðugt skuldum og þar kom, að huu
varð gersamlega að hætta. Skuldin við ríkisprentsmiðjuna
Gutenberg var um 25 þús. kr. Upp í það var til mikið af bóka-
leifum, en þær seldust nálega ekki. Framkvæmdir nienn-
ingarsjóðs voru þess vegna strandaðar og útgáfan raun-
verulega gjaldþrota.
Ég hafði átt frumkvæði að löggjöfinni um Menntainálaráð
og menningarsjóð 1928. Mér urðu mikil vonbrigði, að sV°
óheppilega hafði tekizt til með framkvæmdirnar. Aulc þesS
var mikil óánægja meðal listamanna, náttúrufræðinga og rit*
höfunda, að sá stuðningur, sem menningarsjóður átti u®
veita þessum andans mönnum, skyldi verða að engu. Éo