Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 68
64
Jóhann Sæmundsson
andvabi
fJeiri en menn hugðu í fyrstu, en fara oftast saman í nátt-
úrunni. Talið er, að skortur á þeim geti ennfremur valdið
kyrkingi á vexti, þreytu, lystarleysi og meltingaróreglu.
C-bætiefnið er vörn gegn skyrbjúg, er lýsir sér með blæð-
ingum í húð og undir henni, blæðingum í liði, tannlosi,
þreytu og höfuðverk. Fyrstu einkennin geta verið almennt
slen.
D-bætiefnið virðist hafa áhrif á kölkun beina og tanna,
með því að örva hagnýtingu kalksalta og fósfórs úr fæð-
unni, en fósfórsúrt kalk er það, sem gerir beinin traust. D-
bætiefnið er því vörn gegn beinkröm, er lýsir sér einkum
í því, að beinin aflagast stórum, bogna og sveigjast á ýms-
an hátt, en auk þessa fylgir sjúkdómnum lystarleysi og al-
menn vanþrif.
E-bætiefnið virðist hafa áhrif á frjósemi ýmissa dýra.
Skortur á því gerir ýmis dýr ófrjó. Um áhrif þess á mann-
inn er enn nokkuð í óvissu, en svo virðist sem það geti stund-
um varnað fósturláti hjá konum.
Þeir sjúkdómar og vanþrif, sem hvers konar bætiefna-
skortur veldur, eru að sumu leyti afkvæmi siðmenningar-
innar. Bætiefnin fylgja hinum eiginlegu næringarefnum, eins
og þau koma úr skauti náttúrunnar, í nægilegu magni til
þess að fullnægja þörfum líkamans, ef blandaðrar dýra- °a
jurtafæðu er neytt. En maðurinn hefir um sinn gleymt
því, að hann er aðeins dýr. Hann sækist nú mjög eftir
„hreinsaðri“ fæðu, sem er oft bragðgóð, auðveldlega mat-
reidd, auðetin og áferðarfalleg. Oft gerir hann þetta í
fræði eða af spilltum smeklc, en sennilega oftar af fátækt.
Óspilltar náttúruafurðir eru yfirleitt dýrari og torfengnari
en vörur hins risavaxna matvælaiðnaðar, sem hefir tækmna
í sinni þjónustu og eys af nægtabrunni náttúrunnar þar sem
hún er örlátust og þegar bezt hentar.
V.
Hér að framan hefir því verið lýst í frumdráttum, hvaða
næringarefna líkaminn þarfnast til vaxtar, viðhalds og varð-