Andvari - 01.01.1940, Page 72
68
Jóhann Sæmundsson
andvabi
ineti hrátt, eða sjóða það í vel luktum ílátum og hræra sem
minnst í.
B-bætiefni. B-bætiefnin eru í rauninni mörg, en sá er
lcosturinn, að þau fara jafnan saman í fæðunni. Helztu B-
hætiefnagjafar eru lifur og ýmsar korntegandir, en því að-
eins, að hýðið og þá kímið sé malað með. Afhýdd hrísgrjón
eru bætiefnasnauð. Heilhveiti, gróft rúgmjöl, bygg, hafrar
og bókhveiti eru hins vegar auðug að Bi-bætiefni. Aðrir B-
hætiefnagjafar eru grænar baunir, kartöflnr, gulrætur, spínat,
salat, eggjarauða, mjólk, hrogn, síld, lax, lifur og önnur inn-
ýfli, magurt spendýra- og fuglakjöt. Mest er þó af B-bæti-
efnum í geri (ölgeri). B-bætiefnin leysast upp í vatni og ætti
því að sjóða matinn í sem minnstu vatni og liagnýta soðið,
svo að bætiefnin fari ekki til spillis. Þau þola suðu sæmilega,
Bi þó lakar en hin.
C-bætiefni. C-bætiefni þolir illa loftáhrif og suðu, ef loft
kemst að því samtímis. Enda þótt það virðist hverfa úr fæð-
unni kaldri fyrir loftáhrifin ein, er talið, að líkaminn geti
gert sér þess full not og afturkallað breytinguna, er súrefni
loftsins hefir valdið á því. En hafi það verið hitað upp í eða
upp undir suðuhita, eyðileggst það, svo fremi loft kemst að
því samtímis. Þó þolir það suðu allvel í sumum grænmetisteg-
undum, sennilega vegna þess, að loft kemst miður vel að
því, eða þá að noklcur sýra er í grænmetinu. Má telja það
mikla bót, að grænmeti sé soðið í dálítið sýrðu vatni, því að
siður er þá hætta á, að þetta bætiefni skemmist. Helztu C-
Lætiefnisgjafar eru ýmsar grænmetistegundir, ávextir og
rótarávextir. Má þar einkum nefna grænkál, rósakál, kart-
öflur, steinselju, hreðkur, salat, spinat, hnúðkál, gulrætur,
krækiber, skarfakál, tómata, sítrónur og appelsínur. Þá má
nefna nýmjólk og undanrennu, sé hún elcki soðin. Ennfreniur
eru þurrkaðar, grænar baunir auðugar að C-bætiefni. Séu
þær látnar spíra, eykst í þeim C-bætiefnið og getur því hver
og einn framleitt C-bætiefni heima hjá sér, enda þótt um
hávetur sé, með þessu móti.
C-bætiefni leysist upp í vatni og er því jafnan hætta á, að