Andvari - 01.01.1940, Side 73
andvari
Næringarþörf manna
69
nokkuð af því fari í soðið. Er þvi rétt að sjóða grænmeti í
Htlu af vatni og hirða soðið, en helzt ætti að borða græn-
nietið hrátt, eftir því sem við verður komið. Kartöflur á að
sjóða með hýðinu.
D-bætiefni. Þetta bætiefni er einkurn að finna í fisklifur og
iýsi, þorskalýsi og lúðulýsi. Ennfremur er það í smjöri, ný-
mjóllt og eggjarauðu. Það leysist upp i fitu og fylgir því
einungis fituefnum. Útfjólubláu geislarnir í sólarljósinu
mynda D-bætiefni úr fitutegund einni í húð mannsins og
niá því beinlínis líta á sólarbirtuna sem næringargjafa að
þessu leyti. Rétt er að geta þess, að útfjólubláu geislarnir
endurkastast frá skýjunum, frá húsum, steinum, sandkorn-
Unr o. s. frv., og er því ekki bráðnauðsynlegt að láta sólina
skína beint á líkamann, til þess að verða gæða hennar að-
njótandi.
E-bætiefni. Enda þótt um þörf mannsins fyrir E-bætiefni
sé enn nokkuð í óvissu, skal þess getið, að mikið er af því í
eggjarauðu, en talsvert í salati og grænum plöntum, heilhveití
°g maís. Ennfremur í ýmsum olíutegundum, svo sem hveiti-
kímsoliu og baðmullarfræolíu. Það leysist upp í olíum eða fitu.
VI.
Mikil bætiefnaalda hefir farið yfir heiminn hin síðustu ár,
eins og oft vill verða, þegar einhverjar nýjungar koma fram.
En einnig í þessu efni gildir sú regla, að hóf er bezt í hverj-
Um hlut. Ofneyzla D-bætiefnis getur haft alvarlegar afleið-
ingar og hið sama gildir eðlilega um hemjulaus sólböð og
ijósböð, Rétt er að geta þess, að mikil kolvetnisneyzla og
sykurát eykur þörfina fyrir Bi-bætiefni stórum.
En náttúran er þar forsjál, því samfara kolvetnunum í
fi’æhvítu korntegundanna er mjög mikið af B^-bætiefni undir
Eýðinu. Maðurinn hefir þó verið svo misvitur að skilja
hýðið frá fræhvítunni og neyta hennar sem síaðs hveitis eða
mjöls, sem er bætiefnasnautt. Verður hann því að fá það
kætiefni í annarri fæðu, sem gnótt var af í korninu, eins og
það kom fyrir úr skauti náttúrunnar.