Andvari - 01.01.1940, Page 75
ANDVARI
Næringarþörf manna
71
Þetta fæði ber að skoða sem heilsuverndarfæði og gefur
það aðeins rúmlega 1900 hitaeiningar. Það sem maðurinn
þarfnast umfram þetta til þess að fá nægan fjölda næringar-
eininga við sitt hæfi, getur hann fengið með því að borða
til viðbótar það, er hentar bezt fjárhag hans, smekk,
starfi o. s. frv.
Þegar þessi tafla er athuguð með tilliti lil venjulegs fæðis
liér á landi, má telja víst, að neyzla á kartöflum, osti og
grænmeti sé allmiklu minni að meðaltali en þar er gert ráð
fyrir, en liklegt, að smjör- og mjólkur-neyzla nái því magni
að meðaltali á dag, er taflan greinir.
Um kartöfluneyzluna er það að segja, að hún mun vera
fniklu minni hér enn sem komið er en tíðkast meðal ná-
grannaþjóða vorra og þarf hún tvimælalaust að aukast til
núkilla muna frá því sem nú er. Kartaflan er án efa sá
C-bætiefnisgjafinn, sem mest kveður að í daglegu fæði fólks
hér á landi, ásamt mjólkinni, að sumrinu til að minnsta
hosti, en auk þess er hún hinn mikilvægasti kolvetnisgjafi,
sem hægt er að afla í stórum stíl innanlands, enn sem komið
ei', meðan kornrækl er í bernsku.
Notkun skyrs er tvímælalaust mjög heppileg og gæti vafa-
laust aukizt til muna og rétt er að benda á, að skyrnotkun,
eða aukin mjólkurneyzla, jafngildir því, að neytt væri meira
af osti.
Grænmetisneyzla hefir til skamms tima verið mjög lítil
hér á landi, en áhugi fyrir henni og ræktun grænmetis fer
mjög í vöxt. Þó mun enn vanta mikið á, að grænmetis-
neyzlan sé 150 grömm á dag, eins og próf. Schiöts telur
mskilegt.
Þær tegundir grænmetis, sem helzt er ástæða til að hvetja
ahnenning til að rækla og borða, eru grænkál, skarfakál,
salat og spínat. Þessar tegundir er mjög auðvelt að rækta og
U'ær hinar fyrst nefndu eru auk þess mjög harðgerðar og
standa Iengi fram eftir. Þá er og æskilegt, að hagnýtt sé
Sem allra mest af berjum, en þó‘ einkum krækiberjum.
Allar þessar tegundir eru mjög auðugar að C-bætiefni, en