Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 87
andvari
Rannsóknarnefnd rikisins
83
landsins, í sambandi við væntanlega hagnýtingu annarra
l'jóða. Ekki ósjaldan byggðu erlendir fjárbrallsmenn glæfra-
Jeg hlutafélög á skrumkenndum sögum um auðlindir, er
Þeir þóttust eiga og hafa látið rannsaka á íslandi. Var nafn-
togað í því efni hið svo kallaða „barónsmál“, þar sem er-
lendir fjárplógsmenn komu með miklu yfirlæti til íslands
°g þóttust vilja reka stórfellda námuvinnslu á Vesturlandi
°g töldu sig vilja biðja Alþingi og ríkisstjórn um mikil
hlunnindi vegna þessarar væntanlegu stóriðju. Urðu ýmsir
hér á landi til að leggja trúnað á það, að þessir menn hefðu
ráð á miklu fé og væri alvara að hefja hér mikinn atvinnu-
rekstur. Það kom að vísu fljótlega í ljós, er nefnd úr Al-
þingi tók að kynna sér erindisrekstur þessara manna, að
l'ar var á engu að byggja. En á hinn bóginn urðu margir
U1 að lá ríkisstjórninni, að hún skyldi ekki hafa hlynnt sér-
staklega að þessum væntanlega iðnrekstri. Ríkisstjórnin
hefði staðið mjög illa að vígi, ef hér hefði verið við hæfa
nienn að eiga, því að hún gat ekki byggt á neinum innlend-
um rannsóknum um náttúrugæði þau, er hið erlenda félag
taldi sig vilja taka til hagnýtingar.
Utanríkismálanefnd tók þá til umræðu allt málið um hús-
bóndarélt íslendinga yfir gæðum landsins, og um vald ís-
lendinga yfir rannsóknum á sinu eigin landi. Það var ber-
sýnilegt, að íslenzku þjóðinni var stórlega misboðið með
því, að erlendir menn töldu sig hafa rétt til að fara um ís-
land þvert og endilangt, án leyfis frá íslenzku þjóðinni
sjálfri. Engin sjálfstæð menntaþjóð leyfir erlendum mönn-
Um slíkan ágang. Það eru eingöngu heimskautalöndin og
svæði í heitum löndum, þar sem villtar eða hálfsiðaðar
Þjóðir búa, þar sem aðkomumenn fara leyfislaust þvílíkar
i’annsóknarferðir.
Það varð samkomulag milli þingmanna úr lýðræðisflokk-
unum að hafa samtök um að taka nú í taumana. Var í því
skyni borin fram og samþykkt tillaga til þingsályktunar
Um að skipa skyldi þriggja manna nefnd sérfróðra manna
til að hafa yfirumsjón með öllum náttúrurannsóknum á