Andvari - 01.01.1940, Page 88
84
Jónas Jónsson
AN'DVARI
Islandi. Skyldu erlendir menn, sem hingað leituðu í því skyni.
fá leyfi þeirra til rannsókna og semja við nefndina uni,
Jivað þeir mættu rannsaka, og hversu þfeir mættu birta
skýrslur um athuganir sínar á náttúru landsins. Stjórnmála-
flokkarnir þrír völdu í þessa nefnd Ásgeir Þorsteinsson verk-
fræðing, Emil Jónsson bæjarstjóra og Pálma Hannesson
rektor. Þeir vöidu sér síðan sem framkvæmdarstjóra Stein-
þór Sigurðsson magister. Þessir menn höfðu hver um sig
fjölbreytta reynslu á að byggja. Ásgeir Þorsteinsson stóð
fyrir samtryggingu íslenzkra botnvörpunga og hafði staðið
fyrir ýmsum tilraunum á endurbótum á verkun sjávaraf-
urða, einkum á þorskalýsi. Emil Jónsson var líka verk-
fræðingur og hafði auk þess átt sæti í skipulagsnefnd at-
AÚnnumála. Pálmi Hannesson var fjölmenntaður náttúru-
fræðingur og hafði á síðustu árum fylgzt með þeim rann-
sólcnum innlendra og erlendra manna, sem nokkuð kvað
að. Steinþór Sigurðsson hafði stundað náttúrufræði og
stærðfræði sem sérnám, en auk þess unnið að landmæling-
um íslands með dönskum herforingjum um mörg ár. Hann
hafði á þessum ferðum sínum kynnzt landinu betur en
flestir aðrir samlandar hans. Sumarið 1939 var fyrsti starfs-
tími rannsóknarnefndarinnar. Ófriðarblikan vofði yfir allt
sumarið og í byrjun september hófst stórveldastríðið. Þetta
sumar komu miklu færri erlendir menn til rannsókna heldur
en á undángengnum árum, en nefndin fylgdist með starft
þeirra, eftir því sem kostur var á. Ríkisstjórnin fól nefnd-
inni þegar frá byrjun ýmsar framkvæmdir vegna aðsteðj-
andi ófriðarhættu. Ein af þeim var rannsókn á móvinnslu-
slcilyrðum og móvinnslu með vinnusparandi vélum. Nefndin
lét sumarið 1939 og einkum þó um haustið, eftir að ófriður-
inn hófst, gera bráðabirgðaathugun á öllum helztu mómýr-
um, sem til eru á landinu. Jafnhliða því fékk nefndin fra
Noregi vél til að gera eltimó, og var gerð tilraun með þa
vél á Hvammstanga sumarið 1939. Veturinn 1939—40 voru
smíðaðar nokkrar móvinnsluvélar undir eftirliti rannsókn-
arnefndarinnar handa einstökum atvinnurekendum og bæj-