Andvari - 01.01.1940, Síða 104
100
Baldur Bjarnason
ANDVARX
munum að koma upp hvítum her í Norður-Finnlandi. Yfir-
maður þessa hers var hinn frægi Mannerheim hershöfðingi,
en hann er af gamalli sænsk-finnskri aðalsætt og hafði áður
verið liðsforingi í rússneska keisarahernum. Hann reynd-
ist ágætur herforingi, en þó fór hann fremur halloka fyrir
rauða hernum, þangað til Þjóðverjar settu her á land i
Finnlandi, og hröktu þeir að lokum finnska rauða herinn
og hinar rússnesku hjálparsveitir hans út úr Finnlandi.
Borgarastyrjöld þessi var einhver hin grimmilegasta, sem
sögur fara af, og kostaði tugi þúsunda mannslífa. Var hún
ægileg blóðtaka fyrir finnsku þjóðina og skildi eftir opið
sár í sál hvers einasta Finnlendings, sár, sem ekki hefir
gróið yfir fyrr en á síðustu árum. Finnska þjóðin var í inörg
ár eftir borgararstyrjöldina klofin í tvær fjandsamlegar fylk-
ingar. Eftir borgarastyrjöldina varð landið lýðveldi og með
stuðningi frjálslynda flokksins og sósíaldemokrata varð Stál-
berg forseti. En honum tólcst ekki að lægja deilurnar í land-
inu. Síðan varð Relander forseti. Hann tilheyrði afturhalds-
samasta hluta bændaflokksins. Hann hafði á sínum tíma
verið einn af leiðtogum hvítliða og var því hataður mjög
af sósíaldemokrötum og konnnúnistum. Skærurnar í land-
inu fóru mjög vaxandi í embættistíð hans og 1930 komu
afturhaldsmenn í landinu á fót hreyfingu, sem nefndist
Lappohreyfing og átti aðalfylgi sitt meðal stórbænda. Stefndu
Lappomenn að því að koma á fasistislcu einræði að ítalskn
fyrirmynd. Höfuðsókn sinni stefndu þeir að verklýðshreyf-
ingunni og tókst þeim að fá kommúnistaflokkinn bannaðan
og verklýðsfélögin leyst upp. En sósíaldemokratar héldu
velli, þótt mjög væri að þeim þrengt. Svinhuvud gamli varð
nú ríkisforseti og mynduð var borgaraleg samsteypustjórn
undir forustu finnska ihaldsflokksins, en Svinhuvud var i
raun réttri nærri einvaldur. í stjórnartíð hans var mjög aga-
samt í Finnlandi og viðsjár miklar með mönnum. Einkum
skarst oft í odda milli sósíaldemokrata og Lappomanna,
sem höfðu stuðning ríkisstjórnar og hers. En jafnframt
snerist hin ofsalega finnska þjóðernishreyfing gegn öllu