Andvari - 01.01.1940, Qupperneq 107
andvam
Finnland
103
breiðleitir stutthöfðar með há kinnbein og hafa því talsvert
austrænan svip. Savolaksar líkjast þeim mjög. Karelar eru
dökkhærðir, meðalmenn á vöxt, stutthöfðar, breiðleitir og
kinnbeinaháir og lítið eitt gulir á hörund. Norður-Finnar
eru litlir vexti, enda mjög blandaðir Löppum. Þeir eru frem-
ur dökkir yfirlitum og bera dálítið mongólskan svip. Oft
eru þeir þó blá- eða gráeygðir, en sjaldnast ljóshærðir. Það
niá því yfirleitt segja, að Finnar líkist meira Evrópumönn-
uin í útliti en Mongólum. Að vísu bregður mjög oft fyrir
niongólskum svip á Finnum, einkum Norður-Finnum. Ber
uiest á því hjá ungu fólki, en venjulega hverfur það með
nldrinum. Það verður því ekki annað sagt en að Finnar
séu Evrópumenn, þótt þeir beri nokkurn keim Asíumanna.
binnar eru hraustir menn og hugrakkir og inanna ötulastir
'dð líkamlega vinnu. Þeir eru með beztu íþróttamönnum
i heimi og ágætir hermenn. Þjóðareðlið er milt og spaklynt,
drjúgt og drengilegt, en þó geta þeir verið manna grimm-
astir og harðvítugastir, ef svo ber undir, og þeir hafa oft
þurft á þeim eiginleikum að halda, því oft hefir að þeim
sorfið. „Hver reiknar allt það raunatal, er reyndi lands vors
Þjóð, er styrjöld fór um fold og dal og frost og hungur
gjörði val? Hver hefir Finnans metið móð og mælt hans
úthellt blóð?“
Nú, þegar finnska þjóðin heyr sinn ægilega hildarleik við
ofureflið rússneslta, mun engin efast um samúð okkar ís-
lendinga með finnsku þjóðinni. Við vitum, að finis Finn-
landiae getur þýtt finis Islandiae.
Ritað i dcsember 1939.