Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 7
Andvari
Jón Jensson YÍirdómari.
Hann var fæddur í Reykjavík 23. nóvember 1855.
Foreldrar hans voru ]ens Sigurðsson (prests á Rafns-
eyri Jónssonar) adjúnkt, síðar yfirkennari og síðast
rektor latínuskólans, og kona hans Olöf Björnsdóttir
yfirkennara Gunnlaugssonar. Hann ólst upp í foreldra-
húsum og fór í latínuskólann 1870. I vetrarbyrjun 1872
dó faðir hans, og nokkru síðar tók Bergur amtmaður
Thorberg hann að sér og styrkti hann til að ljúka námi
sínu. Voru þar tengdir í milli, því að fyrri kona amt-
manns, Sesselja Þórðardóttir í Sviðholti Bjarnasonar,
og frú Olöf Björnsdóttir voru systkinadætur og stjúp-
systur. Frú Olöf andaðist 7. des. 1874. Hún var mikið
valkvendi.
]ón ]ensson var þannig af góðu bergi brotinn í báð-
ar ættir. Föður hans, ]ens rektors Sigurðssonar, hefur
verið undarlega lítið minnzt í riti síðan hann dó. í helzta
blaðinu, þeirra sem hér komu út þá, Þjóðólfi, er getið
nokkurra æfiatriða hans, en annars ekkert orð um hann
sagt, hvorki til lofs né lasts. Og síðan hefur ekki heldur,
svo kunnugt sé, neinn lærisveina hans eða annara, sem
þekktu hann, gert neitt til þess að halda minningu hans
á lofti eða forða nafni hans frá gleymsku. Hann ber að
vísu fyrir í endurminningum nokkurra rithöfunda (]óns