Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 106
104
Ferð til Vatnajökuls og Hofsjökuls
Andvarí
Bruun, höfuðsmann, sem alkunnur er af sínum mörgu
ferðum um óbyggðir Islands. Einkum gat verið um tvo
staði að ræða: Þórisdal við vesturenda Langjökuls og
vesturrönd Vatnajökuls milli Vonarskarðs og Tungnaár-
botna. Síðari staðurinn heillaði mig mest. Þar var meira
óþekkt svæði, fjar mannabyggðum og erfiðara til könn-
unar. Mér þókti það girnilegt verk að ganga á Vatna-
jökul, þessa ísbreiðu, sem er stærri en Sjáland, og á
strýtur þær tvær, sem nefndar eru Kerlingar og aldrei
fyrr hafa verið athugaðar á staðnum eða menn farið
kring um. Loks hvíldi og á þessu landsvæði skáldlegur
blær frá útilegumannasögum; liggur það og nærri hinum
fræga Eyvindarkofa, en þangað hafði mér oft flogið í
hug að fara.
I landfræðiritum þeim, er mér hafa verið kunn og
tiltæk, er þetta svæði hvarvetna talið ókunnasti hluti
íslands. Þorva'.dur segir um þetta í Ferðabók:1) »Héruðin
í kring um Veiðivötn og öræfin öll milli Köldukvíslar og
Tungnár voru til skamms tíma langókunnust af öllum
héruðum á svæðinu vestan við Vatnajökul; jafnvel þó
menn stundum færi til veiða upp að Veiðivötnum, þá
voru þessi vötn mjög ókunn, og svo að segja ekkert
hafði verið skrásett um þau; öræfin norður og austur af
vötnunum upp af Vatnajökli voru alveg ókunn byggða-
mönnum, því enginn hafði um þau farið; þeir, sem fóru
til Veiðivatna, hættu sér ekki upp á öræfin og grasleys-
urnar þar fyrir ofan, enda höfðu þeir þangað ekkert að
gera. Ekki veit eg til þess, að neinn hafi farið beinlínis
til þess að skoða Veiðivötn og héruðin þar í kring, fyrr
en Sveinn Pálsson fór þangað í ágústmánuði 1795«.
Svipuð eru ummæli síra Sigurðar prófasts Gunnars-
1) II. bindi, Kh. 1914, bls. 276.