Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 89
Andvari
íslendingar mældir
87
vjer höfum ekki lifað við betri kjör en Norðmenn, er
tæpast um annað að tala en að þessi mikla hæð sje
gamalt erfðagóss frá forfeðrum vorum, og að landnáms-
menn hafi verið hávaxnari en fólk var flest í Noregi
vestanfjalls, hvort sem þetta stafar af því, að svo margir
voru af göfugum ættum eða af því, að hraustasta og
þrekmesta fólkið hafi leitað til Islands. Sennilega hefir
hvorutveggja átt nokkurn þátt í þessu dularfulla fyrirbrigði.
2. Lengd á höfði og hálsi.
Hæð eða lengd höfuðsins er venjulega talin frá neðri
brún höku upp á hvirfil, þegar höfði er haldið lárjettu.
en lengd hálsins frá uppbrún brjóstbeins að niðurrönd
höku. Nú er andlitið misjafnlega langt á mönnum og
höfuðkúpan mishá. Misjafnt er það og, hve hálslangir
menn eru. Það er talið, að menn af norrænu kyni sjeu
bæði Iangleitir og hálslangir. Skýrasta hugmynd um þessi
og þvílík mál fær maður með því að reikna, hve mörg
procent þau sjeu af allri líkamslengdinni eða hæðinni,
því þá gætir ekki hæðarmunar við samanburð og er því
þessari reglu fylgt hjer um líkamsmálin. Hjer eru borin
saman mál af Islendingum á nýliðaaldri og 21 árs göml-
um nýliðum í Þrændalögum, sem Halfdan Bryn hefir
mælt. Því miður eru ekki meðaltöl til fyrir allan Noreg.
íslendingar Þrændur
Höfuðhæð............12,7 °/o hæðar 12,3 °/o hæðar
Hálslengd .......... 5,2 — — 5,3 — —
Lengd höfuðs og háls 17,9— — 17,6— —
Mikið er hjer ekki á mununum. Höfuðhæð Islendinga
er tiltölulega nokkru meiri Þrænda, en hálsinn lítið eitt
styttri. Sje háls og höfuð tekið í einu lagi, er lengdin
nokkru meiri á Islendingum en Þrændum, en mikið er
ekki leggjandi upp úr mismuninum á höfði og hálsi