Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 119
Andvari
Ferö til Vatnajökuls og Hofsjökuls
117
Svo römm voru áhrifin af kynngikrafti nátlúrunnar á
mig, að eg gat ekki annað en nefnt gjána »Heljargjá«
og hraunbreiðuna í henni »Galdrahraun«. Með því að
eg er ekki jarðfræðingur, þori eg ekki að leiða nokkur-
um getum að uppruna gjárinnar, hvort hraun hafi ollið
upp um sprunguna eða hraunflóðið hafi síðar um hana
runnið. Um aldur hraunsins skal eg láta mér nægja að
taka það fram, að það er hvorki sandorpið né mosa-
gróið, svo að þykja mætti það benda á tiltölulega ungan
aldur. Það er og alkunna, að fram á síðustu daga hafa
oft verið gos í og við vesturjaðra Vatnajökuls.
Gjáin stöðvaði okkur og urðum við nú að athuga
landið, áður en lengra væri haldið. I suðri virtist Heljar-
gjá ná alveg að rótum fjallgarðsins, en hraunbreiðan
virtist ganga þaðan út til beggja hliða. Því sýndist ótækt
að fara með hestum kring um gjána að sunnan. Eftir
skamma ráðstefnu réðum við af að leita aftur til slétt-
unnar og gera krók á leiðina að ölduröndunum að
norðan, fylgja síðan rótum þeirra kring um enda gjár-
innar, er mjókkaði til norðurs (sjá uppdráttinn, 3. mynd).
Eftir stundarreið aftur á bak og síðan með fram öld-
unum og norðurrönd gjárinnar, vorum við allt í einu
komnir í ófæru, innibyrgðir milli landnorðurhornsins á
Galdrahrauni og ásanna, sem hallaði bratt niður austan
megin. Hraunið lá í hraukum upp að grýttri hlíðinni,
svo að girt var fyrir allt ferðalag með hesta áfram.
Engin leið var önnur en að hverfa aftur og setja upp
tjald milli norðurjaðars Galdrahrauns og róta ásanna.
Tjaldstæðið kölluðum við »Vatnsleysuhlíð« og ásana
»Vatnsleysuöldur«. Kl. var þá 8, hæðin 620 m. Tjaldi var
slegið upp, en Guðjón spretti af hestum og tók upp
farangur. Tjaldstæðið lá í skjóli til allra hliða, nema til
suðurs, gegnt hrauninu.