Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 45
Andvari
Um skólafyrirUomulag í nokkrum löndum
43
á víðtækari eða fullkomnari almennri þekkingu að halda
en fæst í barnaskólum. Líka veita þeir undirbúning und-
ir suma atvinnuskólana.
Kvennaskólarnir eru ekki verulega frábrugðnir drengja-
skólunum, að minsta kosti ekki þær deildir, sem veita
stúdentspróf. Þykir mjer ekki þörf að lýsa þeim ítar-
lega hjer.
Um uppflutning milli bekkja virðast gilda margvísleg
og ólík ákvæði. í sumum ríkjunum eru höfð sjerstök próf,
skrifleg eða munnleg eða hvorttveggja, stundum aðeins
í nokkrum námsgreinum, en sumstaðar eru próf höfð
aðeins við og við eftir ákvörðun rektors í hvert sinn.
Sumstaðar er slept að prófa nemendur, sem fengið hafa
góða árseinkunn.
Um stúdentspróf gilda einnig ólík ákvæði. Sumstaðar
er nemöndum vísað frá prófi, sem fá ónægan vitnisburð
í móðurmálsritgerð, ef árseinkunn er líka ónóg, eða ef
2—4 skriflegar úrlausnir á prófi eru of gallaðar, en
annarstaðar fá nemendur að taka munnlegt próf, hversu
gallað sem skriflega prófið er. Sumstaðar er heimilt að
sleppa munnlegu prófi með samhljóða samþykki próf-
nefndar eða með samþykki ráðuneytisins, en sjaldan er
það gert. Prófin er óvíða haldin í heyranda hljóði.
Suiss. Undirstaða alls náms er barnaskólinn (Primar-
schule). Það er skyldunám, að jafnaði í 8 ár, eða frá 6—
14 ára aldurs, ef nemandinn fer ekki í æðri skóla. Fylkin
(kantónurnar) kosta barnaskólanámið, en ríkið leggur
hverju fylki 60—80 centime styrk fyrir hvern fylkisbúa.
Síðan taka við almennir framhaldsskólar (Sekundar-
schulen). Þeir eru með ýmsu móti og veita sumpart
sjálfstæða fræðslu eða undirbúning undir suma æðri
skólana. Hvert fylki ræður fyrirkomulagi þeirra sjálft, sam-