Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 59
Andvari
Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum
57
land, Suiss). í slitnu skólunum hafa undirdeildirnar ekki
aðeins undirbúningsnám undir yfirdeildina að markmiði,
heldur líka einhverja sjálfstæða almenna alþýðumentun.
Þetta tvískifta markmið hlýtur að veikja starfsemi undir-
skólanna, þótt ekki verði það sýnt með neinum tölum.
En þótt ýmislegt rugli þannig reikningana, ættu tölurn-
ar sarrit að geta sýnt sæmilega greinilega, hvernig hinir
æðri skólar í ýmsum löndum standa að vígi með að
leysa ætlunarverk sitt af hendi, hversu rúmt sje um
námið í hverri grein.
Til skýringar skal það tekið fram, að í slitnum skóla
(t. d. í Danmörku og Svíþjóð) hef jeg talið stunda-
fjölda undirdeildar (Mellemskole, Realskola) með stund-
um hverrar deildar yfirskólans, eða með öðrum orðum
það, sem á undan er gengið af námi í hverri yfirdeild.
Þegar t. d. miðskólinn danski hefur í stærðfræði 22
stundir, en yfirskólinn 6—6—18, þá hefur fornmáladeild
22 + 6 eða alls 28, nýmáladeild 22 + 6 = 28 og
stærðfræðisdeild 22 + 18 = 40 stundir.
I mörgum löndum tíðkast að hafa auk skyldunáms-
greina kjörgreinir, og sumstaðar, einkum á Þýskalandi
og í Sviss, eru til skólar, sem hafa ekki sem skyldu-
nám nema nokkrar greinir, en hitt sem kjörgreinir að
öllu eða nokkru. En frá því segir ekki nánar hjer. Að-
eins skal þess getið til skýringar tölunum í skólunum í
Bern, að aðstandendum nemenda leyfist þegar í neðstu
bekkjum undirdeildarinnar að velja um latínu og ensku
fyrir nemendur; síðar skal í realdeildinni velja um
ensku og ítölsku og í litterardeildinni um grísku, ensku
og ítölsku. Af þessu stafar, að stundafjöldi einstakra
námsgreina er breytilegur í bekkjardeildum, eftir því,
hver greinin er valin.
Jeg læt nú aðra um að reikna út, hversu vel eða illa