Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 50
48
Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum
Andvari
leg ákvæði um stúdentspróf og skulu hjer nokkur þeirra
talin:
Eitt merkilegasta ákvæðið er það, að ríkið viðurkennir
ekki stúdentspróf hjá neinum nemanda, sem YnSr> er en
18 ára og hefur að baki minna en 6 ára nám í óslitn-
um lærðum skóla. Samkvæmt þessu ákvæði er t. d. full-
gilf próf 6 ára barnask. -)- 2 ára undirdeild + 4r/2 árs
yfirdeild = 12 r/2 ár alls (svo er í tveim aðaldeildum
Kantonskólans í Zúrich) eða 4 ára barnask. + 4 ára
undirdeild + 4'/2 árs yfirdeild (Bern) eða 5 ára barna-
sk. + 3 ára undird. + 4 ára yfird. (Genf), en þar á
móti ekki 6 ára barnask. + 3 ára framhaldsskóli + 4
ára lærður skóli = 13 ár alls (Höhere Töchterschule í
Zúrich) eða 6 ára barnask. + 2 ára framh.sk. + 4r/2
mentaskóli (Oberrealschule og Handelsschule í Zúrich).
Astæðan til þess, að t. d. 13 ára nám stúlknanna er
ekki eins gott talið eins og 12r/2 ár hjá drengjunum er
sú, að stúlkur hafa að baki 9 ára a/ment nám (barnask.
og framh.sk.), en aðeins 4 ára Iærðan skóla, en dreng-
irnir 6 ára alm. nám (barnask.) og 61/2 ár lærðan skóla
(undir- og yfir-deild lærða skólans) og þykir það svona
miklu staðbetri mentun undir háskólanám.
Annað ákvæði er það, að enginn má taka stúdents-
próf utan skóla, nema hann hafi verið jafn mörg ár við
námið eins og hann hefði setið í skóla, og hafi hann
aðeins verið eitt ár utan skóla, fær hann ekki að taka
prófið fyr en 1J/2 ári eftir að hann fór úr skóla.
Til stúdentsprófs skal hafa þessar greinir í öllum teg-
undum lærðra skóla: 1. móðurmálið, 2. annað landsmál,
3. sögu, 4. landafr., 5. stærðfr., 6. eðlisfr., 7. efnafr., 8.
náttúrusögu; auk þess í fornmáladeild: 9. latínu, 10.
grísku; — í mentadeild: 9. latínu, 10. þriðja landsmál
eða ensku; — og í iðnfræðadeild: 9. deskriptive Geo-