Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 124
122
Ferð til Vatnajökuis og Hofsjökuls
Andvari
m. við rætur gígsins, 700 m. í botni Tvíbyrðagígs. Bak
við gígina sást aflangur fjallshryggur og á kollinum á
honum margir sérstæðir klettar; því var hann skírður
»Drangaklettur«.
Nú var haldið áfram í austur með norðurhlíðum
»Bláfjalla«, hæstu hnúkunum í norðurhluta fjallgarðsins.
Við komum smám saman hærra upp eftir hinum miklu
melöldum og vorum nálægt kl. 12 '/2 komnir í 900 m. hæð
á »Hádegisfelli«; er það úr móbergi, veðurbarið mjög,
eins og Helgafell við Hafnarfjörð. Nú brást sú von
okkar, að Blájöll væru áföst við jökulinn; nú sáum vér,
að nálægt 5 km. breið slétta lá þar á milli. Þó höfðum
við það upp úr fjallgöngunni, að við gátum skimað eftir
hentugri leið yfir hraunbreiðuna á förinni aftur. Enn í
allt að 800 m. hæð fundum við lambagras (silena
acaulis) og geldingahnappa (armeria vulgaris).
Nálægt kl. 1 eftir hádegi vorum við aftur komnir
niður að rótum Bláfjalla, 750 m. yfir sjávarflöt, og
héldum áfram eftir breiðum dal, orpnum sandi og auri,
milli Bláfjalla og melaldna nokkurra í norðri, út að jaðri
sléttu þeirrar, er myndazt hafði af vatnaframburði við
jökulinn. Um kl. 1,15 vorum við yzt í sléttunni, í glaða-
sólskini og hitamollu. I vesturhluta hennar var gamalt
hraun, en á milli sand- og aurbreiður. Austurhlufinn er
flötur mikill, grýttur, uppleystur eftir leysingarnar að
vorinu, því að þá liggur vafalaust öll sléttan undir vatni.
Þarna námum við staðar stutta stund og sáum þá fáeinar
fiskiflugur, sem matarleifarnar bersýnilega drógu þangað.
Þessar fiskiflugur voru þær einu lifandi verur, sem við
sáum þá þrjá daga, sem við vorum austan Kaldakvíslar.
Þorvaldur komst að raun um hið sama, að fiskiflugur
væru tíðar, jafnvel í fjarlægustu óbyggðum (Ferðabók,
II. bls. 253).