Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 110
108
Ferö til Vatnajökuls og Hofsjökuls
Andvari
6 og 7 að aftni 29. júlí og hitta þar Guðmund, vinnu-
mann minn, sem deginum fyrir skyldi ríða austur með
fjóra hesta mína frá Reykjavík. Við Gunnlaugur skyldum
þá fara frá Reykjavík í bifreið um miðdegisbil sama
dag og austur að Marteinstungu eða, ef unnt væri, til
Fellsmúla, ef færð hamlaði eigi.
Miðvikudaginn 29. júlí, kl. 2 eftir hádegi, fórum við
Gunnlaugur úr Reykjavík í bifreið, sem Olafur Thors
góðfúslega Iéði mér til afnota. í förina til Fellsmúla
slógust systir Gunnlaugs, Sigríður Briem, og frændkona
mín, Zerina Holm. Tveir stórir ferðakassar, klyfsöðull,
hnakkar og annar farangur tóku annars svo mikið rúm
í vagninum, að rétt með naumindum var sætt ferðafólkinu.
Um kl. 6 komum vér að Þjórsártúni og heimsóttum
Olaf Isleifsson, sem hafði mikinn áhuga á öllu því, er
varðaði rannsókn hálendisins. Hann hugði, að ekki væri
unnt að komast til Marteinstungu vegna rigningar.
Rigning byrjaði á miðri Hellisheiði og jókst smám
saman, og þegar komið var að vegamótum vestan
Marteinstungu, kl. 7, var hellirigning og vegurinn þangað
svo blautur og holóttur, að bifreiðin festist og komst
ekki áfram.
Þarna vorum við þá í fallegri klípu: Hellirigning og
hestar okkar í Marteinstungu, 6 km. í burtu. Gunnlaugur
náði í hest, reið til Marteinstungu og náði Guðjóni á
leiðinni þangað. Mínir hestar voru um kl. 4 komnir til
Marteinstungu, og var þá þurrt; hafði því Guðmundur
ekki talið nauðsynlegt að bíða bifreiðarinnar við vega-
mótin. Guðjón sókti nú alla hestana til Marteinstungu
og kom til okkar um kl. 8'/2. Farangur var látinn á
hestana, og riðum við nú 5 saman til Marteinstungu,
komum þangað nálægt kl. 10; var sífellt talsverð rigning.
Eftir að hafa borið saman ráð okkar, varð það úr,