Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 115
Andvari
Ferö til Vatnajökuls og Hofsjökuls
113
hagakvísl, sem riðin var á vaði. Undir kl. 5 komum við
á Klifshagavöllu; eru þeir allmikil grasslétta út undan
landnorðurenda Búðarháls; kemur þar upp lind lítil.
Miklir flákar umhverfis voru vaxnir grávíði, en í milli
riðum vér um miklar og gljúpar aursléttur; voru þær
þungar hestunum. Skömmu áður en farið var yf*r Klifs-
hagakvísl, skarst hún í djúpum gljúfrum alveg inn undir
klettana eða snarbratta bakkana. Brúnn var enn haltur;
meðan áð var á Klifshagavöllum var dreginn fjöður úr
skeifu á honum og síðan lagðar klyfjar á hann. Nú var
tekið að rigna Iítið eitt, svo að við urðum að fara í
hlífðarföt.
KI. 5. Aftur af stað. Skömmu síðar sást Klifshaga-
kvísl renna niður norðan að við endann á Búðarhálsi;
andspænis hinum megin Kaldakvíslar sást austuroddi
Þóristungna. A uppdrætti Þorvalds eru Klifshagavellir
og kvíslin sett allt of langt í austur, en í uppdrætti
Daníels Bruuns er þetta rétt. Við enda Klifshagavalla
þrýtur allan jurtagróður; svo langt sem augað eygir, taka
við án afláts gróðurlausir aur- og grjóthryggir. Eftir
hálfrar stundar reið fórum við yfir Skiptingsöldu, sem svo
er kölluð af því, að fyrrum skiptu menn sér þar í leit.
Enn tvær stundir var riðið um eyðilegar, gróðurlausar
grjót- og aurauðnir; var yfirborðið þakið flötum smá-
steinum, fast saman, svo að varð eins og fjaðurmögnuð
steinbrú, þægileg ákomu hestunum. Sömu jarðmyndun
rakst eg á síðar á Sprengisandsvegi neðan við Sóleyjar-
höfðavað. Undir kl. 8 var komið að Sauðafelli; reyndist
tindur þess við mælingu 590 m. yfir sjávarflöt. Við höfð-
um vænzt að fá þaðan hugboð um veginn áfram yfir
Hágönguhraun til jökulsins, en aftur var tekið að rigna
og ský á lopti, svo að útsýni var ekki gott.
s