Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 23
Andvari
1930
21
öll að vera fullbúin, er hátíðahöldin byrjuðu, og skal eg
nú víkja nokkuð að undirbúningi hátíðahaldanna sjálfra.
Fyrst er að líta á, hvað gera þarf til að búa sig undir
að taka á móti öllum þeim gestum, er þá koma hingað
til Reykjavíkur og á Þingvöll. Gera má ráð fyrir, að til
beggja þessara staða komi þá meiri mannfjöldi en nokk-
uru sinni áður. Vonandi er að gistihús hér í Reykjavík
verði aukin að miklum mun fyrir framtakssemi einstakra
manna og félaga, áður en þjóðhátíðin rennur upp, enda
getur enginn ætlast til, að lagt verði af almannafé til
slíks. En þótt sú aukning yrði sem bezt má verða, þá
hrykki auðvitað húsrúm gistihúsanna skamt til að hýsa
allan gestafjöldann. Til þess verða eflaust allir húsráðend-
ur í Reykjavík að þrengja að sér sem mest þeir mega
og hýsa gesti, hver eftir föngum, meðan á þjóðhátíðinni
stendur, enda mundi það koma af sjálfu sér, að menn
út um land og íslendingar vestan hafs semdu um það
fyrir fram við ættingja og vini hér í Reykjavík að hýsa
sig á meðan. En auk þess yrði að sjá fjölda útlendinga
fyrir húsnæði hjá einstökum mönnum, þar sem gistihúsin
hrykkju ekki til. Raunar má gera ráð fyrir, að þeir út-
lendingar, er kæmu hér á skipum, sem biðu meðan á
hátíðinni stæði, gætu haft næturvist á skipum úti. Með
þessum hætti ætti alt að geta bjargast sæmilega af hér'
í Reykjavík.
Um það, sem gera þarf á Þingvöllum og ætlað er til
frambúðar, skal eg ekki ræða hér, þar sem Þingvalla-
nefndin situr nú á rökstólum og kemur að líkindum
bráðlega fram með tillögur sínar um það. En á hitt
verð eg lítillega að minnast, hvernig hinum mikla mann-
fjölda, sjálfsagt 10—20 þús. manns, verði séð fyrir því,
sem hann þarf til að hafast við á Þingvelii meðan hátíð-