Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 128
126
Ferö til Vatnajökuls og Hofsjökuls
Andvarí
úlsýni frá jöklinum. Grunsamlega leizt okkur þó á skýja-
bólstra mikla, er teygðu sig ógnandi upp á suðurhimin.
I suðri réttu sá háa fjallatinda, snævi þakta, líklega
fjöllin kring um upptök Skaftár, í útsuðri mikið vatn,
væntanlega Langasjó; aftur sá hvorki Heklu né fjöllin
við Fiskivötn. I vestri Þórisvatn, í útnorðri Kerlingar-
fjöll og Hofsjökull. I norðri réttu vesturrönd Tungnafells-
jökuls, og kemur það ekki heim við það, sem venjulega
er sýnt á uppdráttum. Loks teygist upp í landsuðri hár
og hvelfdur snjótindur, með minna hvolfi eða hettu efst
uppi, vafalaust Hvannadalshnúkur, hæsti tindur á Islandi.
Við hresstumst við hvíldina, lögðum af stað aftur kl.
5,40 og komumst að 20 mínútum liðnum að landnorður-
horni Ljónsins, tæpum 1100 m. yfir sjávarflöt, að því er
lesa mátti af hæðamælinum. Austan Ljónsins var skál
mikil í fjallið, eins og ketill í lögun, og endaði til norðurs
í hálfhringmyndaðri sprungu, 1 km. á lengd, sem lá um
landnorðurhluta Ljónsins. Með því að ófært var milli
fjallsins og sprungunnar, urðum við að ganga í kring
um hana til austurs, þar sem barmurinn var hæstur.
Sprungan var a. m. k. 40—50 m. djúp, en þótt við
skriðum alveg fram á austurbarminn, var okkur ekki
unnt að sjá botninn sökum hallandans og bogalögunar
sprungunnar.
A landnorðurhluta Ljónsins situr kollur, a. m. k.
200—300 m. á hæð; er þaðan brattur, næstum þver-
brattur, halli til landnorðurs og norðurs. Ofan frá sprung-
unni sáust greinilega í landnorðri hamrar tveir, annar
dökkur og nokkuð veðurbarinn, hinn, sá nyrðri, alhvítur.
Vafalaust er hér hæsti depill í útnorðurhluta Vatnajökuls.
Um fjölmargar sprungur og niðandi læki leysingavatns
gengum við nú niður norðan um Úlfaldann, með upp-
tökum jökulkvíslarinnar, »Úlfaldakvíslar«, og fórum með