Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 69
Andvari
Um skólafyrirlfomulag í nokkrum löndum
67
skal fá leiðbeiningu um kenslu i tueim greinum, er
hann tiltekur, í einhverjum þeim skóla eða skólum, sem
forstjóri skólanna ákveður. Leiðbeiningin er í því fólgin,
að hann hlýðir á kenslu leiðbeinandi kennara og fær
skýringu hans á því, hvað fyrir honum hafi vakað með
kenslunni í hvert sinn. Því næst skal leiðbeinandi kenn-
ari láta hann kenna fyrir sig, þannig að hann fyrirfram
fer með kennaraefninu í það, sem kenna á, og loks
skal kennaraefnið kenna upp á eigin spýtur og skýra
kenslu sína á eftir fyrir leiðbeinaranum. Ekki er þó
með þessu sagt, að leiðbeiningunni megi ekki haga á
nokkuð annan hátt, og minna er hirt um aukanáms-
grein en þá, sem kennaraefnið ætlar að kenna aðallega.
Þessari fræðslu lýkur í forprófi, og er það í því
fólgið, að kennaraefnið skal kenna að minsta kosti 2
stundir í þeim bekkjum, sem forstjóri skólanna tiltekur,
að viðstaddri dómnefnd, en hana skipa leiðbeinandi
kennari, skólastjóri (eða sjerfræðiskennari, er hann velur)
og forstjóri mentaskólanna (eða trúnaðarmaður hans).
Standist kennarinn prófið, skal auk þess gefa honum
vitnisburð um undirbúningsveruna í þeim skóla eða
skólum, er hann hefur fengið leiðbeininguna í, og sjer-
staklega um kennarahæfileika hans.
Að þessu prófi loknu getur hann orðið stundakennari
eða settur kennari við æðri skóla, en einhvern dag eða
daga, er forstjórinn velur, en kennarinn veit ekki
um fyrirfram, skal fara fram fullnaðarpróf á kensluhæfi-
leikum hans. Gerist það þannig, að hann kennir einn
eða tvo daga sínar venjulegu kenslustundir að viðstaddri
dómnefnd, en hana skipa forstjórinn (eða trúnaðar-
maður hans) og skólastjóri (eða kennari, er hann
velur). Standist kennarinn þessa raun, telst hann full-
gildur kennari, en fyr ekki.