Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 67
Andvari
Um sliólafyrirkomulag í nokkrum löndum
65
ungra manna eins og í skóla þessum, sjerstaklega að
prúðmensku í allri framgöngu. Skýrist það kannske að
nokkru við það, að skólann geta varla aðrir sótt, vegna
dýrleika, en efnaniannasynir og mikið er þar af fólki af
hæstu stigum.
I heimavistarskólanum í Berlín-Dahlem, semLhefur
heimavistir fyrir 160 nemendur, eða nálægt þriðjung allra
nemenda skólans, er fyrirkomulagið að sumu leyti með
nokkuð öðrum hætti. Heimavistarnemendur búa í 8 hús-
um, 20 í hverju. Heimavistarhúsin eru undir umsjón
ráðsmanns (Kurator) og lúta ekki beint rektor. En sam-
band fæst við skólann með því móti, að kennarar eru
heimilisstjórar. Hvert hús er þrjár hæðir; á fyrstu hæð
býr kennari og fjöldskylda hans. Þar er og sameigin-
legur matsalur og að nokkru leyti dagstofa. A næstu
hæð eru svefnstofur, hver fyrir 3—5 nemendur, og á
efstu hæð lestrarstofur, fyrir 3—7 hver. Á hverju heim-
ili eru saman ungir nemendur og aðrir eldri. Störfum
er hagað þannig: Kl. 6,45 vaktir, 7,30 niorgunverður,
8,15—1,30 skólaseta, 2 miðdegisverður, 2,30—4,30 úti-
leikar, 4,30—7 lestur, 7-7,30 kvöldverður. Eftir kvöld-
verð koma nemendur venjulega satnan hjá kennara og
aðstoðarmanni hans og fá þá þær leiðbeiningar, er þeir
þurfa við nám eða annað. Líka eru lesnar og ræddar
bókmentir. Kl. 8,30 háttar yngsti flokkur, kl. 9 miðflokk-
ur, kl. 9,30 eldri nemendur og kl. 10 hinir elstu. Kl.
10,30 gengur kennari um svefnsali og á þá að vera
komin kyrð og ró og öll Ijós slökt.
Skólinn í eynni í Tegelvatni (Scharfenbergschule) er
ekki stór, tvö meðalhús, nemendur um 50. Námiðjer
sumpart framhaldsnám, sumpart lokanám til stúdents-
prófs. Uppihald er þar frámunalega ódýrt, 50 pf. til 2
mörk á dag, eða 15—60 mörk á mánuði, eftir efnahag
5