Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 105
Andvari
Ferð til Vatnajökuls og Hofsjökuls
103
rúmmáli, oltið niður og lágu nú við rætur þúfnanna. Við
austurkollinn, að útnorðan, var djúp sprunga í klettinn;
rann þar niður vatnið, sem bráðnaði niður úr snjónum
en langar ísnálar héngu niður hvarvetna og glitruðu í
sólu. Á löngu bili hafði snjór alþiðnað af berginu, og
var kynleg andstæða að sjá svartan hamravegginn við
snjóinn, er sólin stafaði á. Gíginn sá greinilega í nyrðra
hálfboga þúfnanna, geysimikla skál með afar mörgum
sprungum í snjóinn, allar með sama miðdepil. Að norðan
voru allar þúfurnar brattar og ókleifar. Við fórum því
kring um austurþúfuna, en brekkan sunnan megin var
alsett sprungum. Með því nú og, að áliðið var orðið
dags, réðum við af að láta af tilraun okkar til uppgöngu
á þúfuna. Skömmu eftir að við vorum komnir á leið
niður aftur, lagðist þokan yfir af nýju, en við fylgdum
slóðanum frá uppgöngunni, fundum aftur hestana nálægt
kl. 8 og komum til Olafsvíkur aftur eftir tveggja tíma reið.
Af þessum stuttu hraðferðum fekk eg hug og löngun
til ferðalaga um landið að hætti landsmanna. Mig gagn-
tók þrá til þess að komast inn í óbyggðirnar, í einveruna
miklu á víðum hásléttum jökla í milli. Einkum laðaði
mig sú hugsun að geta komizt á ókunn svæði, þar er
enginn hafði farið um hingað til. Svo snemma hafði
þessi þrá fest rætur í huga mínum, að jafnvel á æsku-
árum heilluðu huga minn auðar skellur landabréfanna, er
táknuðu þau svæði, sem þá voru ókunn í Arabíu og
Miðasíu. Eg las af miklum áhuga ýmsar ferðaskýrslur
frá íslandi, en einkum juku ferðabækur Þorvalds Thor-
oddsens og Daníels Bruuns enn framar löngun mína til
ferðalaga um óbyggðir.
í heimfararleyfi mínu haustið 1924 notaði eg tækifærið
til þess að ræða þessa fyrirætlun mína við Daníel