Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 134
132
Ferð til Vatnajökuls og Hofsjökuls
Andvari
Til stuSnings kenningu sinni um, að Stórasjór liggi
uppi undir jökulbrún, vitnar G. A. einkum í ]ón Arna-
son, er lengi bjó á Lágafelli í Landeyjum, dáinn eftir
síðustu aldamót. Svo fara G. A. orð: »Hann var upp-
alinn á Galtalæk á Landi og »fór oft til Vatna« á Yn9ri
árum. Man eg, að hann fullyrti, að Stórasjór væri til,
hann hefði sjálfur séð hann, og þoldi illa, að hann væri
rengdur um það. Sagði hann, að Stórasjór væri langt í
landnorðri frá Vötnunum, inni undir jökli, þ. e. Vatna-
jökli, hefði ekki afrennsli, mjög bratt niður að honum, a.
m. k. sumstaðar, og eigi vildi hann vísa hverjum sem væri
þangað, því sk.eð gæti, að þeir yfði einhvers varir«.
Osagt skal eg nú Iáta, hvort þau tvö vötn, Gunn-
laugsvatn og Sigríðarvatn, sem við fundum í jökulrönd-
inni, hafi gefið tilefni til munnmælanna um Stórasjó, þótt
mér þyki það eigi sennilegt. Eg verð þó að játa, að
margt af því, sem Guðmundur Arnason hermir um
Stórasjó eftir frásögn Jóns Árnasonar, getur vel átt við
hin nýfundnu stöðuvötn (að Stórasjór væri langt í land-
norðri frá vötnunum, þ. e. Veiðivötnum, inni undir jökli,
hefði ekki afrennsli, mjög bratt niður að honum a. m. k.
sumstaðar). Frá hvorugu vatninu er afrennsli og víðast
hvar mjög bratt ofan að þeim. En milli vatnanna er
lágur hryggur, er greinir þau að. Vegna staðhátta getur
það vel hugsazt, að vatnshæðin á heitum sumrum verði
svo há, að hinn lági hryggur milli vatnanna færist í kaf
og þau myndi þá eitt stórt vatn, er þá gæti svarað til
nafnsins Stórasjór.
Það er varðar legu Stórasjós uppi við jökulröndina,
get eg nú með fullri vissu sagt það, að norðan við lín-
una frá Illugaveri til Kerlinga, allt norður að Hágöngum,
er Stórasjó ekki að finna. Leiðin frá Illugaveri til Kerl-
inga liggur um tiltölulega slétt land, sumpart sandorpið,