Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 77
Andvari
íslendingar mældir
75
málum, meiri háttar fjármálum o. þvíl. Þetta er þá ár-
angurinn af allri skólamentuninni amerísku og þannig
er hann grundvöllurinn undir almenna atkvæðisrjettinum,
sem alt þjóðfjelagsskipulagið er bygt á, — svo framar-
lega sem trúa má rannsóknum próf. Termans. Ef þetta
væri þrautrannsakað mál og þessi niðurstaða óyggjandi,
þá mundi engum óvitlausum manni detta í hug, að halda
kosningarrjettinum í því formi sem nú gerist.
Þriðji þáttur mannfræðinnar er arfgengi andlegra og
líkamlegra eiginleika. Menn hafa fundið, að flestir eigin-
leikar, illir og góðir, erfast á lögbundinn hátt til barn-
anna og að möguleiki er fyrir hverja þjóð, bæði að
bæta kyn sitt og spilla því. Nú er heill og hamingja
þjóðanna aðallega komin undir því, að kynið sje gott
og heilbrigt, og er það því auðsætt, að mannfræðin hefir
hjer mikið verk að leysa af höndum. Svo miklu þykir
allt þetta varða, að Svíar hafa sett á fót heila stofnun
(Statens rasbiologiska institutet) til þess að vinna að
mannfræðirannsóknum þar í landi og Bandaríkjamenn
hafa nýlega breytt löggjöf sinni um innflytjendur, til þess
að komast hjá því að allskonar óþjóðalýður flytji inn í
landið. Má telja sjálfsagt, að öll lönd fari að hafa miklu
strangara eftirlit með innflytjendum en verið hefir. Það
er engin smáræðis hætta, sem stafar af innflutningi
ruslaralýðs.
Allar þjóðir reyna nú eftir mætti að rannsaka sitt
land sem best, gera nákvæma uppdrætti af sjálfu land-
inu, rannsaka steinaríkið, jurtaríkið og dýraríkið. Til
þessa er varið ógrynni fjár. Þá láta allir bændur sjer
annt um að vita sem best deili á húsdýrum sínum, kyni
þeirra og hversu þau reynast á allan hátt, en ágæt
undaneldisdýr eru borguð ærnu verði. Vel má það vera,
að þetta sje að öllu leyti rjettmætt og hyggilegt, en mis-