Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 72
70
Um skólafyrirkomulag I nokkrum löndum
Andvari
varla einu sinni farið að dæmi Svía. Löggjöfum mundi
sjálfsagt vaxa í augum kostnaðurinn við það eftirlit. En
hvað mundi t. d. vera því til fyrirstöðu, að skólastjór-
um væri gert að skyldu að líta eftir nýjum kennurum
og leiðbeina þeim? Og mundi það ekki borga sig ó-
beint, þó að fækka yrði eitthvað kenslustundum skóla-
stjóra fyrir þá sök? Nú mun það vera venja, að skóla-
stjórar geri einhverjar tillögur um veitingu embætta,
þegar setningarár er um garð gengið, en ekki skil jeg,
hvernig unt er að kveða upp rjettlátan dóm án eftirlits.
Reyndin mun þá líka vera sú, að varla komi til mála
að veita slíkt embætti öðrum en þeim, sem settur hefur
verið til að gegna því, nema hann hafi gert sig sekan í
einhverjum þeim regin afglöpum, sem gera veitinguna vart
mögulega, en vitanlega getur maðurinn verið liðónýtur
kennari, þótt hann fái veitingu.
]eg tel víst, að mikil bót yrði að þessu eftirliti skóla-
stjóra, ef það væri framkvæmt af samviskusemi og þekk-
ingu, og gæti orðið ungum manni, sem að sjálfsögðu
brestur reynslu á við eldri mann, að miklu liði. Þetta
ætti ekki aðeins að vera eftirlit, til þess gert að njósna
um galla mannsins, heldur einnig gagnleg leiðbeining
um mörg þau atriði, sem reynslan leiðir í ljós, en enginn
finnur á sjer að óreyndu. Og þetta eftirlit yrði sjálfsagt
að nægja í afskektum skólum, nema það heillaráð yrði
tekið, að dæmi Svía, að láta hvern þann mann, sem
girnist slíka stöðu, kenna til reynslu heilt eða hálft ár við
einhverja tiltekna skóla, og þá undir stöðugu eftirliti,
áður en um setningu gæti verið að ræða. Það væri eng-
an veginn óframkvæmanlegt, en hitt er annað mál, hvort
það væri sanngjarnt, meðan stöðurnar eru jafn illa laun-
aðar og nú er alment.
Þótt nú eftirlit skólastjóra kæmist á, eins og nú er