Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 33
Andvari
Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum
31
ingu kostnaðar milli ríkis og bæjar- eða sveitafjelags.
Er það í sem stystu máli á þá leið, að ríkið greiði
að fullu laun allra kennara, en bæjar- eða sveitafjelagið
beri allan annan kostnað, svo sem skólahús með nauð-
synlegu viðhaldi, áhöld (þar með kensluáhöld), ræstingu,
ljós og upphitun.
Ekki hafa tillögur nefndar þessarar enn náð fram að
ganga og ósjeð, hverjar lyktir verða á þessu máli. Þó
mun mega fullyrða, að allflestir sjeu sammála um, að
lengja þurfi lærða skólann, vegna þess að námið sje
orðið þar svo mikið, að tæpast sje unt að koma því af
á þeim tíma, sem nú er, og heilsu nemenda geti jafnvel
stafað hætta af ofmiklu erfiði. En hins vegar víla menn
fyrir sjer að bæta ári við, án þess að úrfelling komi í
staðinn að neðan, en út af því verður ósamkomulag.
Margir óttast, að það sje misráðið að fela barnaskólum
undirbúningsnámið, það muni gera undirbúninginn veiga-
minni og verði þá tvísýnt, hvort nokkur hagur yrði að
því að bæta ári við lærðu skólana.
Svíþjód. A blaði, sem fylgir skýrslu þessari, hef jeg
leitast við að sýna skólakerfi Svía í öllum aðalatriðum,
eins og það er nú. Það hefur skapast aðallega 1904,
1909 og 1918, og er eitt hið fullkomnasta skólakerfi, er
jeg hef haft spurnir af, þó að sitt hvað megi við það
athuga og ekki sjeu allir jafnánægðir með það. Sjer-
staklega hefur bólað á verulegum andmælum gegn síð-
asta nýmælinu, framhaldsskóla barnaskólanna (fortsátt-
ingsskolan), sem er skylduskóli og þykir valda atvinnu-
missi og ýmsum öðrum óþægindum. Er vandsjeð, hvað
hæft er í því og hvort nokkur breyting verður á því
ger að sinni.
Grundvöllur allra framhaldsskóla þar í landi er barna-