Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 145
Andvari
Ferð til Vatnajökuls og Hofsjökuls
143
hann komum við hjá öldunni mihlu neðan Knífár. Við
áðum við Miklalæk kl. 2—3, en ella héldum við'áfram
greitt allan daginn; fórum hjá hinum fagra hjallafossi í
Dalsá kl. 4, Gljúfurá kl. 6, Skúmstunguási kl. 8 og vor-
um komnir á slaginu kl. 9 í hina frægu gjá í Þjórsár-
dal; þar settum við upp tjald. Dýrlegt var að ríða niður
til byggðanna; langt fram eftir degi gátum vér séð Kerlingar
til vinstri aftan til; síðar kom Hekla í ljós og Búrfellj.
svipinn á þeim þekktum við og hann kom okkur til að
kenna þess, að við nálguðumst mannabyggðir af nýju.
Föstudag 7. ágúst lögðum við ekki af stað fyrr en
um hádegisbil. Riðið var niður dapurlegar auðnir Þjórs-
árdals; í fjarska mátti dást að Háafossi:
Beljandi foss viö hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum.
Lagði lykkju á leiðina með fram Fossá, til þess að sjá
hinn einkennilega foss, »Hjálp«, sem er tvískiptur, og
fórum kl. D/2 hjá Skriðufelli, fyrsta bæ í byggð, eftir
að hafa ekki séð til manna í 8 daga. A Ásólfsstöðum
var okkur tekið með gestrisni af Páli Stefánssyni, en
héldum bráðlega áfram að Stóranúpi og fengum þar eins
alúðlegar viðtökur hjá síra Ólafi Briem. Sárum og aum-
um eftir harða reið og 8 nátta hvílu á berri jörð var
nú nautn að ná hvíldinni í mannarúmi.
Daginn eftir, laugardag 8. ágúst, fórum við af stað kl.
2 í hellirigningu, sáum Ðúðafoss og Búðatóftir á leiðinni
og komum kl. 61/2 að Þjórsártúni. Ólafur ísleifsson faðm-
aði okkur af gleði, er hann hitti okkur aftur; hann og
Guðríður, kona hans ástúðleg, spurðu okkur út og inn
um ferðina og sögðu okkur, hversu þau í huganum
hefðu fylgt okkur á hverjum degi og reynt að ætla á,
hvar við værum. Eftir skemmtilegan hvíldardag í Þjórs-
ártúni ókum við í bifreið aftur til Reykjavíkur síðara