Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 35
Andvari Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum 33
23 + 3, þýska 26 + 3, enska 10 + 4, saga 14 + 4,
landafræði 10 + 2, stærðfr. 23 + 5, náttúrufr. 14 + 5,
skrift 5, teikning 8 + 2. í 5. og 6. bekk má hafa frönsku
aukreitis, 2 stundir á viku, en heimilt er þá að sleppa
teikningu. Stundafjöldi í hverjum bekk vikulega er sam-
tals í þessum greinum 27—30 stundir. Við bætist svo
leikfimi og söngur.
I æðri skólum er stundafjöldi í hverri grein, sem hjer
segir (fyrri talan merkir mentaskóla, síðari talan latínu-
skóla): Kristinfr. 8 — 8, sænska 11 — 11, latína 0 — 24,
þýska 8 — 8, enska 12 — 8, franska 14 — 12, saga
12 — 12, landafr. 3 — 3, forspjallsvísindi 2 — 2,
stærðfr. 25 — 18, náttúrufr. 6 — 6, eðlisfr. 12 — 1.
efnafr. 8 — 0, teikning 6 — 8. — Stundatala vikulega
í bekkjunum er 30 — 33, auk söngs og leikfimi.
Heimilt er nemöndum að byrja grískunám í 3. bekk,
7 stundir í viku, og fella þá burt stærðfr. (4 st.), 1 st. í
frönsku, 1 st. í teikningu og hafa 1 stund í stað tveggja
í ensku. Líka geta þeir lesið grísku í 4. (síðasta) bekk,
7 stundir á viku, og fella þá burt stærðfr. (5 st.), 1 st. í
teikningu og 1 st. frönsku.
Merkilegt ákvæði er það, að nemöndum, sem komnir
eru upp í 3. bekk, heimilast að fella burtu eina náms-
greinina, eða tvær, ef þær að samanlögðu eru ekki meira
en 6 stundir á viku. Þó má ekki sleppa móðurmáli nje
kristinfræðum.
Til upptöku í 1. bekk gagnfræðaskólans útheimtist:
lestrarkunnátta; sæmileg skrift og nokkur leikni í rjett-
ritun; helstu atriði í biflíusögum og nokkrir sálmar;
reikningur með heilum' tölum, þó ekki stærri tölur en
fjögurra stafa og tveggja stafa margfaldarar og deilirar;
nokkur leikni í hugareikningi; Skandínavía, einkum
Svíþjóð.
3