Andvari - 01.01.1926, Blaðsíða 94
92
íslendingar mældir
Andvarí
fullyrt um það, en sje svo, þá eru íslendingar höfuð-
stærri en Þrændur og áreiðanlega höfuðstærri en Upp-
lendingar austanfjalls. Þetta er ekki allskostar þýðingar-
laust atriði, því margir fræðimenn fullyrða, að höfuð-
stærð og gáfur fylgist yfirleitt að, t. d. hafa menn fundið,
að gáfuðustu börnin í barnaskólum eru höfuðstæri en
þau tornæmu, þó margar sjeu undantekningarnar. Það
er með þetta atriði eins og mörg önnur, að full vissa
fæst ekki um það fyr en ný og nákvæm rannsókn hefir
farið hjer fram, og heildaryfirlit er fengið yfir norsku
rannsóknirnar.
Lengdar-breiddartalan (index cephal.) sýnir, hve kúpu-
breiddin er mörg o/o af kúpulengdinni og eru þeir taldir
langhöfðar, sem hafa vísitöluna 75,9 eða lægri og stutt-
höfðar, sem hafa 81,0 eða hærri, hinir meðalhöfðar, sem
eru þar á milli (76,0—80,9). Norræna kynið er lang-
höfða og eftir því sem það er meira blandað, verður
lengdar-breiddartalan venjulega hærri og langhöfðar færri.
Hjá Norðurlandaþjóðunum er tala þessi þannig:
fslendingar Svíar Þrændur Danir
78,13 78,12 79,76 (77,45) 80,6
Það má þá heita, að talan sje hin sama hjá Islend-
ingum og Svíum. I Noregi er hún að mun hærri á
Þrændum, en aftur miklu lægri austanfjalls (77,45) og
langhæst hjá Dönum. Höfuðlagið er þá að mun öðru-
vísi á Islendingum en gerist vestanfjalls í Noregi og má
það einkennilegt heita, úr því líkamsmálin eru nálega
hin sömu. Það mun álit flestra, að nokkur munur sje á
upplagi og andlegum eiginleikum Islendinga og Norð-
manna, þó margt sje líkt nieð skyldum, og það er eins
og höfuðlagið beri vott um þetta.
]eg tel það vafalítið, að lengdar breiddartala sú, sem
jeg fann, fari mjög nærri rjettu lagi. Einn maður hefir