Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 99
[vaka]
RITFREGNIR.
305
sömu átt og þessi orÖ Channings og fer meira að
segja að sumu leyti lengra. Um Jesúm sjálfan segir J.
H. ineðal annars: „Jesús Kristur var sann-
u r m a ð u r “ og gefur meira að segja í skyn, að hann
sé fæddur af mannlegum föður, eins og sagt er í elztu
sýrlenzku handritunum að Matth. guðspjalli og sjö
elztu latnesku textunum. Ennfremur segir dr. J. H.:
„að Guð hafi verið krossfestur, að Guð hafi dáið —
slíkt tal er e k k i kristilegt og e k k i bihlíulegt,
heldur af heiðinglegri rót runnið“ (Gr. er Kr„ bls. 118
og 119). Þá hefir hann ýmislegt að athuga við endur-
lausnar- og friðþægingarkenningar liaþólsku og lút-
ersku kirkjunnar og setur sjálfur fram skoðanir í þvi
efni, sem hver únítari mundi geta aðhyllzt (bls 91 o.
s.). Og loks hefir hann það að athuga við sjálfa þrenn-
ingarkenninguna, að hún sé óskiljanleg (einn = þrír;
þrír = einn). En líkt og Channing hefði getað sagt,
segir dr. J. H„ að Jesús sé sonur Guðs af því, að kær-
leiksvilji Guðs var innihald sálar hans og allt líf hans
þessvegna dýrðleg opinberum Guðs. Hvað ber þá á milli
dr. J. H. og únítara? Með mínum bezta vilja get hvorki
ég, né heldur aðrir, að því er ég býst við, séð nolckurn
mun á kenningum hans og þeirra. En — er þá herra
biskupinn ekki nú að berjast við skuggann af sínum
fyrra frjálslynda manni? Ef svo er, þá tel ég það illa
farið, því ég get ekki betur séð en að sjálfur höfundur
kristninnar hafi, skv. þrem fyrstu guðspjöllunum, ver-
ið hinnar ströngustu eingyðistrúar, en að allt annað séu
síðari tíma viðbætur innan kristninnar.
Biskup ætti nú að taka rögg á sig og segja, hverrar
trúarskoðunar hann er, hvort hann er sömu skoðana
nú og áður fyrri (t. d. 1913) eða ekki.
Þar sem höf. ritsins kemst að þeirri niðurstöðu, að
biskup ætti að segja al' sér, ef hann hefði skift um skoð-
un, þá er það nokkuð ungæðisleg ályktun, því eins og
þegar er sagt, bar biskupi engin embættisskylda til
að vígja Þorgeir, þótt hann ef til vill út frá siðferðis-
legu og þjóðræknislegu sjónarmiði hefði mátt og jafn-
vel átt að gera það.
Vilji menn kynnast trúarskoðun L. G. sjálfs, þá ættu
menn að lesa kafla þann, er hefst á bls. 83. Það er ein-
hver fallegasti kaflinn í bókinni, og sumir prestar vorir
hefðu gott af að lesa hann og hugfesta. Aðalinntak hans
20