Vikan


Vikan - 07.12.1967, Síða 30

Vikan - 07.12.1967, Síða 30
gluggi var á vesturhliðinni, og í rúmi sem sneri gafli að glugganum lá ung kona. Ég leit nú í kringum mig þarna inni og leizt fremur illa á húsakynnin og alla aðstöðuna. Rúmkríli var þvert við hitt rúmið, og svaf þar telpa á öðru ári, er þessi hjón áttu. Herbergið var að vísu þiljað innan, en með moldargólfi. Var þarna hræðilega þröngt og loftlaust. Stig- inn upp á loftið gekk inn í þessa litlu kompu. Var þiljað bak á honum, en svo var það gisið, að ég sá fólkið sem um hann gekk svo greini- lega í gegnum rifurnar, að ég gat alltaf þekkt þann sem var á ferð hverju sinni. Agnarlftið borð stóð undir glugganum fyrir framan rúm konunnar. Skæra Ijósrák frá kvöldskininu lagði inn um gluggann og í henni sá ég þykkt og dökkt rykský, en í hvert skipti sem einhver hreyfði sig uppi á loftinu, bættist við ný gusa af ryki. Ég hugsaði margt, en sagði fátt. j hljóði bað ég höfund lífsins þess heitt og innilega að standa mér við hlið og forða mér frá þvf, að slys yrði í mínum höndum. Nú vantaði mig orðið vatn í skyndi og brá mér þvf fram til að litast um eftir húsmóður- inni. Fann ég hana fljótlega í hlóðaeldhúsi, sem var beint inn af bæjardyrunum. Lftill skaftpott- ur stóð á fölnuðum glæðunum í einum hlóðun- um. Það er alveg ágætt, sagði ég. Ég sé að þú ert að hita vatn fyrir mig, og mér liggur ein- mitt svo mikið á því að fá það fljótt. Já, ég gef þér nú líklega kaffisopa. Það mætti ekki minna vera. Þér veitir ekki af svolftilli hressingu eftir allt volkið, sagði húsfreyjan. 30 VIKAN-JÓLABLAÐ Nei, góða mín, sagði ég. Mér liggur ekki á kaffi, en mig vantar bara soðið vatn til að þvo mér og konUnni, og það þyrfti að vera nokkuð mikið. Þú þarft nú ekki vatn til að þvo þér, svaraði hún. Þú sem ert alveg tandurhrein. Það eru svo sem engar skítalúkur á þér. Ég veit líka að þú hefur ekki háttað án þess að þvo þér, og kon- an þvoði sér í dag — það sá ég . . . Þannig héldu þær áfram að þrátta húsfreyj- an og Ijósmóðirin. Við eigum erfitt með að skilja, að nokkur lifandi manneskja skuli sjá eftir heitu vatni handa sængurkonu. En sú gamla hafði sínar ástæður. Eldiviður var ekki aðeins af skornum skammti á bænum, heldur alls eng- inn. Hún hafði ekkert til þess að láta við eldinn nema blauta köggla. Ofangreind frásögn er engin undantekning. Ljósmæðurnar nefna mýmörg fleiri dæmi um ör- birgð og illan aðbúnað á afdalakotum. Sigurlína Einarsdóttir, sem getið var hér að framan, segir frá því, að á einum bæ þar sem hún tók á móti barni hafi göngin verið svelluð innan og allt frosið s'em frosið gat. Þegar kom að því að næra sængurkonuna eftir barnsburð- inn, var ekkert til á bænum matarkyns nema frosinn hafragrautur. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið. En það lætur í eyrum eins og hljómandi málmur og hvellandi bjalla, þegar lesnar eru lýsingar af þessu tagi. Sigurlína sat eitt sinn yfir fátækri konu á afskekktum dala- bæ. Taka varð barnið með töngum, og var lækn- ir sóttur og konan svæfð. þegar hún var í þann veginn að sofna, kvað hún geigvænlega dimm- um róm þessa vísu: Lífið fátt mér Ijær í hag, lúin þrátt ég glími, koma mátt um miðjan dag mikli háttatími. TÓK SJÁLF Á MÓTI BARNI SÍNU. Guðbjörg Hannesdóttir, Ijósmóðir í Kolbeins- staðahreppi, átti eitt sinn von á fæðingu hjá húsfreyjunni á Brúarhrauni. Hún átti fimm börn r Vildi ekki missa af jólunum. VIGDÍS DANÍELSDÓTTIR er gift Bimi Stefáns- syni Olsen, málarameistara, og búa þau aS Ásbraut 19 í Kópavogi. Þau eiga sjö börn, þrettán ára það elzta cg eins árs hiS yngsta. Vigdís eignaðist næst yngsta barn sitt klukkan tuttugu mínútur yfir tólf á aSfangadag 1965. Hún gat ekki hugsaS sér aS eySa jólunum ein á fæSingardeild eSa viSlíka stofnun. Henni fannst jólin eySilögS, ef hún fengi ekki aS dveljast með manni sínum og börnum. Þess vegna ákvaS hún að eiga barn sitt heima, og þaS gekk allt eins og í sögu. ÞaS gekk auS- veldlega aS fá IjósmóSur og fæSingin gekk vel. JóiabarniS hennar var stúlka. V. Nú á dögum þurfa konur naum- ast aö kvíða barnsburði á sama hátt og mæður þeirra og ömm- ur. Ytri aðstæður hafa ger- breytzt. Oft bar það við hér áð- ur fyrr, að konur tóku léttasótt, þegar verst gegndi: í mestu manndrápsbyljunum að næt- urlagi eða ef til vill á sjálfa jóla- nótt. í þessari grein segir frá hrakningum Ijósmæðra, sem þurftu að vitja sængurkvenna á jólanótt. Einnig er rætt við fjór- ar nútímakonur, sem hafa alið barn á jólunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.