Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 77

Vikan - 07.12.1967, Side 77
/Sb\ algjörlega SJÁLFVIRK 10 ÞVOTTAKERFI: 1. Suðuþvottur, mjög óhreinn (með forþvotti). 2. Suðuþvottur, venjulegur (án for- þvotts). 3. Mislitur þvottur (suðuþolinn) (bómull, léreft). 4. Gerfiefni — Nylon. Diolen. o. þ. h. (án þeytivindu). 5. Mislitur þvottur (þolir ekki suðu) (án þeytividnu). 6. Mislitur þvottur (ekki litfastur). 7. Viðkvæmur þvottur (Acetate, Per- (án þeytivindu). 8. Ullarefni (kaldþvottur). 9. Skolun. 10. Þeytivinda. A.F.B. - Verð: 17.640.- S.T.G.R. - Verð: 16.758.- VESTURCOTU 11 SÍMI 19294 vitað að vera upp með mér af þv(. Nú er útvarpsstjóri orðinn sjötugur og verður því líklega, samkvæmt landslögum að láta af embætti inn- an tíðar. En það finn ég á mér, að tilhugsunin um að fá þá, þótt ekki verði nema einn starfsm mn mér til aðstoðar og að geta kannski aft- ur farið að hitta kollega mína, þeg- ar þeir halda sína fundi, verður til að milda mikið söknuð minn eftir hann, þegar þar að kernur. — Hvar lærðir þú leiklist, Þor- steinn? — Það, sem ég lærði, var í Dan- mörku. Eg var við konunglega leik- húsið í eitt ár við nám, og á öðr- um leikskóla hef ég ekki verið. Ég byrjaði að leika þegar ég var í menntaskóla, eins og svo margir góðir menn. Byrjaði í fjórða bekk og lék með þau tvö ár, sem eftir voru. Ég hafði óskaplega gaman af þessu. í þá daga lét enginn maður sig dreyma um að leggja fyrir sig leiklist til að hafa atvinnu af henni. En við vorum nokkrir skólapiltar, sem höfðum leikið sam- an í þessi ár og höfðum allir mik- inn áhuga á þessu, svo við stofn- uðum Leikfélag stúdenta, héldum því lifandi í tvö eða þrjú ár og færðum upp nokkur leikrit. Svo tók við háskólanám, eitt eða annað, og þeir héldu allir áfram námi, þessir félagar mínir, alvarlegu námi, sem kallað er, nema ég. Ég flosnaði upp úr læknisfræðinni, líklega af því ég var alltaf með þetta á heil- anum. Það var ekki einu sinni svo vel, að ég hellti mér f þetta. Það tók alltof langan tíma að gera það upp við sig að fara út ( svona von- leysu. En svo fór ég samt sem áð- ur til Danmerkur að læra, einmitt á kreppuárunum, og fékk svo ekk- ert að gera, þegar ég kom heim. Ég fékk að vísu dálítið að leika með, en í þá daga var svo sem ekkert greitt fyrir það, aðeins smá þóknun fyrir hvert leikkvöld, en ekkert fyrir æfingar. Það var óhjá- kvæmilegt að hafa starf til að lifa af. En maður lét sér ekki bregða við það, allir vissu, að það var þannig. En að fá ekkert að gera, af neinu tagi, það var tilfinnanleg- ast. Seinast fékk ég fyrir kunnings- skap við mann, sem einu sinni hafði verið vinnumaður hjá föður mínum, en síðan forframazt og var nú orðinn verkstjóri hjá símanum, vinnu við að grafa fyrir símaköpl- um hér í götunum. í því var ég um tíma. Þá var það að einn tryggur og góður bekkjarbróðir minn, sem hafði fengið dálítil manriaforráð út- vegaði mér svolitla skrifstofuvinnu. Þetta var erfiður ti na. Ægiiegur. Atvinnuleysi er héld ég eitíhvað það hræðilegasta, sem fyrir getur kom- ið. Það er ekki hægt að ímynda sér meira auðmýkjandi ástand; að vera ungur, frískur, langa til að vinna, og' ganga fyrir hvers manns dyr, láta sig ekkert muna um, hvort maður vinnur þetta eða hitt, en fá alls staðar nei. Og vera þá búinn að stofna heimili og takast á herð- ar skyldur við fleiri en sjálfan sig. — Það gengur trúlega illa að láta okkur unglinganna skilja það til fulls. — Mér finnst ekki von, að neinn geti skilið það, sem ekki hefur lif- að það. — En var hægt að halda úti leik- listarlífi á þessum tíma? Hafði nokkur efni á að fara í leikhús? — Jah — það er svona, eins og þú veizt, brauð og leikir — þegar allt er í niðurlægingu og örbirgð, þá er þetta tvennt það eina, sem á einhvern hátt alltaf gengur. — Skrýtið. — Já. Jahá. — Já. — En nú er það líka alltaf svo, að jafnvel þótt krepputímar séu, er ævinlega tals- vert af fólki, sem heldur sínu að mestu óskertu. — Nú, en ef við bregðum okkur svo nær útvarpinu aftur. Mig lang- ar að minnast á gagnrýni á út- varpsleikritum. Hún er engin, utan þetta vanalega nöldur í bréfadálk- um dagblaðanna, sem lítið mark er á takandi, gjarnan sprottið af persónulegri óvild eða fanatík. Ert þú ekki óánægður með þetta? — Jú. Ég hef oft minnzt á þetta við okkar yfirmenn hér, sem ættu að hafa hæg heimatökin, því eins og þú veizt er útvarpsráð alltaf sett saman af ritstjórum dagblaðanna að miklum hluta. Ég hef látið ( Ijós þá skoðun, að einkennilegt sé, að ævinlega skuli þagað um þessa grein listar í útvarpi, eins og blöð- in gera mikið fyrir hana í leikhús- unum. Ég býst reyndar við, að það sé dálítið erfitt fyrir blöðin að hafa starfsmenn, sem bindi sig við að hlusta stöðugt á útvarp. — Þau yrðu þá kannski að hafa fleiri en einn. En þetta veldur því, að mín- um dómi, að almenningi notast ekki eins vel að þeirri leiklist, sem út- varpið flytur, og mögulegt væri. Svo ég nú ekki tali um, hvað þetta veldur okkur, sem erum að basla í þessu, mikilli ófullnægju, að það ar aldrei nefnt, þótt við leggjum okkur alla fram, komum með mjög góð verk og skilum þeim eftir okk- ar getu vel. Það er alveg afleitt. Og þetta er hvergi svona annars staðar, þar sem ég þekki til. Við minntumst á starfsbræður mína á Norðurlöndum áðan. Þeir hafa fyr- ir sið að senda blöðunum tilkynn- ingar um komandi leikrit ásamt stuttum efnisútdrætti, væntanlegum hlustendum til glöggvunar. Blöðin birta þetta, og eftir á flytja þau gagnrýni, stutta eða langa eftir á- stæðum, um flutninginn. Það er óþarfi að gagnrýnin sé löng, að- eins að fólk sjái, að leiklist í út- varpi sé einhvers virði og einhvers metin. En þögnin er afleit. Nú, en af því að undirtektir dagblaðarit- stjóranna voru góðar, tók ég mig til eitt haustið og gerði nokkra efn- isútdrætti úr komandi leikritum, og hafði þó nóg annað að gera. Síðan sendi ég blöðunum þetta. Það kom ekki nema í einu blaði. Þar kom það í þrjár vikur, en þá hætti ég þessu aftur, úr því raunverulegar undirtektir voru ekki betri. — En er gagnrýnin hér svo beys- in, að slægur sé í henni? — Mér finnst leikhúsgagnrýni hér hafa tekið framförum, miðað við — Winther þríhjól fást i þrem stærðum l VIKAN-JÓLABLAÐ 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.