Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 79

Vikan - 07.12.1967, Side 79
CETEBE útfIutningsfyrirtæki Lodz, Nautowicza 13, Póllandi, Símnefni Cetebe, Lodz, Telex 88210, 88226, Sími 28533, Pósthólf 320. býður: „HESSIAN“-striga til fiskumbúða og annarra nota. Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum okkar á íslandi: Óbfi1 Gíslason s Co. ht. Ingólfsstræti la - Reykjavík - Sími: 18370 (3 línur) hvað eigum við að segja? — fyrir ótta til tíu órum, hvað þá ef lengra er farið aftur í tímann. Bæði hafa þeir þjálfazt, sem lengi hafa lagt þetta fyrir sig, og svo eru komnir nýir menn, sem hafa aflað sér mik- illar þekkingar, einmitt á þessu sviði, við skulum segja eins og Ol- afur Jónsson á Alþýðublaðinu. — Maður, sem hefur lesið leikbók- menntir og leiksögu. — Það er líka mikið að hverfa, að gagnrýnendur skrifi „gagnrýni" eins og til að þakka fyrir miðann sinn. — Já, og sömuleiðis hefur það lagzt alveg niður, í öllum sæmi- lega heiðarlegum blöðum, að í gagnrýni gæti persónulegra sjónar- miða, jafnvel pólitískrar afstöðu. — Jú, þetta hefur mikið batnað, þótt enn gæti áhugaleysis hjá einstaka blaði. — Þú minntist tvfvegis á leiklist- arstjóra útvarpsstöðvanna á Norð- urlöndum. Færðu megnið af efninu þaðan? — Já, einkum frá Danmörku og Svíþjóð, og upp á síðkastið Ifka Noregi og Finnlandi. Og svo hef ég haft gott samband bæði við BBC og Hamborgarútvarpið. — Og reyndar má segja að útvarpsstöðv- ar í hvaða landi sem er séu boðn- ar og búnar til að gera manni greiða, ef þess er óskað. Síðan það lagðist niður, að ég gæti sótt fundi með leiklistarstjórum nágrannaland- anna, hef ég, eins og ég sagði áð- an, orðið að sæta lagi að hitta þá ef ég hef sjálfur átt erindi á þeirra slóðir, en önnur samskipti okkar eru öll bréflega. Þeir hafa haldið tryggð við mig, og gera mér marg- an greiða. Leikritin, sem við flytj- um hér eru íslenzk leikrit, bæði gömul og ný, og svo úrval þeirra leikrita, sem ég fæ send frá þess- um stöðvum, eða sjónleikir, sem ég vel og læt vinna fyrir útvarp eða vinn oftast sjálfur. Á seinni árum hafa það einkum verið þrfr höf- undar sem hafa skrifað leikrit fyrir útvarp og við höfum flutt, þeir Jök- ull Jakobsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar M. Magnúss. — Og svo ber við, að flutt séu leikrit, sem hafa verið hér á f jölunum. — Það er í lögum þjóðleikhúss- ins — og útvarpsins — að leikrit þjóðleikhússins séu flutt almenn- ingi út um landið gegnum útvarp, svo fremi þau henti útvarpi. Það ber oft við, að mér Ifzt vel á sýn- ingar hér á fjöluunm til flutnings f útvarp, og þá er mikill ávinning- ur, hve vel þau eru þá orðin æfð, eftir margar sýningar. Við hér get- um ekki unnið meðalleikrit nema 1—2 vikur. Það gerist þannig, að unnið er 4—5 daga, miðað við tvo og hálfan til þrjá tíma á dag f samlestri, með ábendingum og að- finnslum leikstjóra. Annars fer þetta nokkuð eftir því, hve leikrit- ið er vandasamt, hve leikararnir og leikstjórinn þurfa að „grafa djúpt", ef svo mætti segja, í hlutverkin. Að þessum tíma liðnum förum við „á línu", sem kallað er; leikum í þenn- an hljóðnema, sem hér er í miðj- um salnum, en leikstjórinn situr þarna frammi f tækniherbergi og hlustar á leikinn eins og hlustand- inn kemur til með að heyra hann, þegar að útsendingu kemur. Og þannig æfir hann eins og hann þarf; hann heyrir ýmislegt betur, þegar hann er kominn þarna fram, heldur en meðan allir sitja saman við borð. Leikararnir fara að taka öðrum tökum á verkinu, þegar þeir eru komnir að hljóðnemanum, þá koma til ýmiss atriði svo sem rétt- ar fjarlægðir, réttur raddstyrkur, og ýmislegt annað. Það tekur leikara vissan tíma að læra á hljóðnem- ann. Það verður að vera ósjálfráð hreyfing hjá útvarpsleikara, ef hann hækkar röddina, að fjarlægj- ast hljóðnemann ofurlítið, og það er svo ótalmargt) sem þarf að lær- ast og skynjast. Það er ekki svo auðvelt að kenna eða skilgreina lögmál hljóðnemans, það er til dæmis eins og ákveðinn hringur næst honum, sem við verðum að vera innan við, ef við ætlum að leika hljóðlega og innilega — inn- tímt, en inntímitetið tapast, ef út fyrir hann er farið. Þetta er nokk- uð, sem við ekki vitum öðru vfsi en með skynjun okkar. Og eins og við vitum, þegar verið er að flytja fólki eitthvað, sem það getur ekki notið nema með einu skilningar- viti, heyrninni, er afar áríðandi að ná sem mestum áhrifum með rödd- inni. Það er meðal annars fólgið í því læra á hljóðnemann, og svo að geta yfirstigið þá hindrun, sem er fólgin f því að leika án þess að sjást. Að geta ekki notað neitt ann- að en raddbrigði, f staðinn fyrir að leikarinn á sviðinu getur hjálpað til með hreyfingum eða stutt sinn leik með svipbrigðum. — Nú hef ég aldrei séð upptöku á útvarpsleik, en eindregið hef ég ævinlega á tilfinningunni, að út- varpsleikari beiti bæði svipbrigð- um og líkamshreyfingum. Að hann beinlínis hljóti að gera það. — Það er óhjákvæmilegt. Enda þykir mörgum gaman að horfa á útvarpsleikara, til dæmis f sterkum atriðum, án þess að heyra þá. Það er oft ærið broslegt. — Við vorum komnir þangað í gangi æfingarinnar, að leikararnir voru komnir „á Ifnu". — Já. Upptakan sjálf fer svo VIKAN-JÓLABLAÐ 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.