Vikan


Vikan - 07.12.1967, Síða 86

Vikan - 07.12.1967, Síða 86
raðir hafði verið höfuðógn kristn- innar og vestrænnar menningar, og upprunalegt tilefni til þessa hafði verið illindi hákristinna klerka út af fæðingarjötu sjálfs friðarhöfðingjans, hvers leiðsögn öll þessi þrjú stórveldi þóttust fylgja af takmarkalausri einurð. Bretar og Frakkar gerðu nú út tæplega sextíu þúsund manna her og sendu austur á bóginn, og skömmu síðar gerðust Sardiníu- menn aðilar að bandalaginu og lögðu fram allmikið lið því til styrktar. Viktor Emanúel, kon- ungur Sardiníuríkis, og Cavour, hinn slægi ráðgjafi hans, voru þá þegar teknir að stefna að því að sameina Ítalíu undir sína stjórn. Þar eð þeir voru langt frá því einfærir um þetta, bundu þeir vonir sínar við hugsanlega hjálp frá Vesturveldunum og not- uðu því þetta tækifæri til að vingast við þau. Bandamenn gengu til víga full- ir sigurvissu. Bretar voru sann- færðir um að landher þeirra, sem Wellington hafði skapað og sigr- að hafi Napóleon í Vatnsmýrar- bardaga (orrustunni við Water- loo), væri sá bezti í heimi, og eins og af sjálfu sér, eða fyrir klaufaskap. En því verður ekki á móti mælt að Rússar urðu fyrri til að bregða brandi. f júlí 1853 hernámu þeir Dónárfurstadæm- in Moldavíu og Valakíu, sem síð- ar sameinuðust og urðu konungs- ríkið Rúmenía, en heyrðu þá enn undir Tyrkjasoldán, þótt þau hefðu allvíðtæka sjálfsstjórn. Bretar ogFrakkartókuþáendan- lega höndum saman um að spyma fæti við yfirgangd sarsins og sendu flota til að verja ístanbúl. Við þennan hjálparvott færðist soldán allur í aukana og sagði Rússum stríð á hendur snemma í október. Til vopnaviðskipta kom á landamærum rússneska veldis- ins og þess tyrkneska í Armeníu, og í sjóorrustu við Sinop á norð- urströnd Litlu-Asíu gereyddu Rússar tyrkneskri flotadeild. Og í marzlok 1854 sögðu Bretar og Frakkar Rússum stríð á hendur og lýstu því yfir að markmið sitt væri að varðveita Tyrkjaveldi óskert. Var þá svo neyðarlega komið málum, að tvö höfuðstór- veldi kristninnar höfðu ráðizt á það þriðja til verndar Hundtyrkj- anum, óþjóð þeirri er um alda- 86 VIKAN-JÓLABLAÐ HANDPRJONAGARN vegna hótana frá Austurríkis- mönnum, sem líka voru farnir að óttast aukin áhrif þeirra á Balkanskaga. Meðan bandamenn dvöldu þarna, kom upp kólera í liði þeirra og drap fjölda manns. Engu að síður var herinn nú sendur til Krímskaga, en þar skyldi höfuðverkefni hans vera að vinna Sevastópól, sem var helzta herskipahöfn Rússa við Svartahaf og rammlega víggirt. Haustið 1854 háðu stríðsaðilar með sér þrjár stórorruslur, við Alma, Balaklava og Inkerman. í öll skiptin átti svo að heita að bandamenn hefðu sigur, nauðu- lega þó, en hverju sinni glopruðu þeir úr lúkum sér öllum tæki- færum til að fylgja sigrinum eftir. Þeim mistókst að ná Se- vastópól áður en vetur lagðist að og urðu því að setjast um borg- ina. Frakkar höfðu að sjálfsögðu ekki síður háar hugmyndir um sinn her, sem átti frægðarsögu Napó- leonsáranna skammt að baki. En staðreyndirnar töluðu öðru máli. Sannleikurinn var sá, að margt í útbúnaði og skipulagi beggja herjanna var orðið úrelt, einkum þó hjá Bretum. Sjálf yfirher- stjórnin var fyrir neðan allar hellur. Saint-Arnaud, yfirhers- höfðingi franska leiðangursliðs- ins, var heilsulaus maður og pasl- urslítill, og Raglan lávarður, æðsti maður brezku hersveitanna, var lítill herstjórnarsnillingur og hafði auk þess lært alla sína her- mennsku í hinum löngu liðnu Napóleonsstyrjöldum. Ofan á allt var hann orðinn svo kalkaður af elli, að hann misminnti oft- lega og talaði um „Fransara“ í staðinn fyrir „Rússa“, þegar ó- vinirnir voru til umræðu. Sem betur fór fyrir þá Saint-Arnaud voru Rússar álíka illa settir og þeir hvað herstjórn og herbúnað snerti. Lið bandamanna gekk á land á ströndum Valakíu og Molda- víu, en Rússar drógu her sinn þaðan bardagalaust, meðfram THE CHARGE OF THE LIGHT BRIGADE. f orrustunni við Balaklava skeði atburður, sem Bretar hafa síðan minnst með stolti, og er það eitt dæmið um þá ástríðu, sem þetta rólynda fólk hefur til að gera sér sport úr dauðanum. Hér er átt við áhlaup léttu brígöðunnar, The Charge of the Light Brigade. (Brigade = fimm til sex hundr- uð manna riddaraherflokkur). Umræddum herflokki, sem laut stjórn Cardigans lávarðar, var fyrirskipað að gera áhlaup inn- eftir dalskvompu nokkurri endi- langri og hertaka fallbyssur, sem Rússar höfðu staðsett fyrir enda dalsins. Hitt var ekki tekið með í reikninginn, að Rússar höfðu einnig fallbyssur beggja vegna dalsins, og var þetta dæmigert fyrir fumið og klaufaháttinn, sem einkenndi herstjórnina í sóðastríði þessu. Þegar því ridd- arar Cardigans þeystu inn í dal- inn, dundu fallbyssuskotin á þeim frá þremur hliðum í senn. Eða eins og Tennyson, sem var mikill þjóðernissinni og sparði hvergi að vekja stríðseldmóð með löndum sínum, kvað: Cannon to right of them, Cannon to left of them, Cannon in front of them Volley’d and thunder’d; Storm’d at with shot and shell, Boldly they rode and well, Into the jaws of Death, Into the mouth of Hell Rode the six hundred. Riddararnir hvikuðu hvergi. Æpandi heróp, syngjandi stríðs- söngva og sveiflandi sverðum knúðu þeir fákana áfram. Fransk- ur herforingi, sem varð áhorf- andi að þessari dæmafáu hern- aðaraðgerð, sagði og hristi höf- uðið dolfallinn: „Þetta er stór- kostlegt - en hernaður er þetta ekki.“ En Theirs not to make reply, Theirs not to reason why, Theirs but to do and die, Into the valley of Death Rode the six hundred.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.