Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 98

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 98
Myndavélar, margar gerðir. Sýningarvélar, 12v handstýrðar og 24v sjálfstýrðar. Borð fyrir sýningarvélar. Sýningartjöld, magasin o.m.fl. ILFQRD Allt tíB Ijósmyndunar FILMUR: Pan F, FP-3, HP-4, HPS. FRAMKÖLLUNAREFNI: Autophen, Microphen, Bromophen, ID-11, P. Q. Universal, o.fl. FIXER: llfofix, Hypam Fixer. ÝMIS EFNI: Wetting Agent, Hypam herðir. STÆKKUNARPAPPÍR: Bromide, Plastika, Multigrade. Kemisku efnin frá llford eru til bæði í litlum og stórum pakkningum. Einkaumboð: HAUKAR HF Grandagarði — Sími 16485 - Pósthólf 1006. Wyndham kom hingað eða hvort hún hefur hitt Martin. Jamie er horfin að heiman, þú segir að Martin hafi farið að leita að honum. Það birti yfir Julie. —- Það er rétt. Úr því að hann var þá á þönum um sveitina að leita að syni sínum, getur hann ekki hafa haft tíma til að tala við konuna sína. Adrienne starði á hana: — Síðast þegar Jamie strauk, fann ég hann i Harpesmyllunni, sagði hún hljómlausri röddu. Julie riðaði, en svo herti hún sig upp. — Það getur verið hrein tilviijun. Lang líklegast hefur hann fundizt allt annars staðar og er nú heilu og höldnu aftur heima, ásamt Martin. En af hverju ætli Martin hafi ekki hringt til okkar? Lof- aði hann ekki að láta þig vita um leið og hann hefði fundið Jamie. Julie hafði ekkert við þessu að segja. — Kannske hann hafi glaymt þessu eða ekki komizt til þess að gera það ennþá. Hún nagaði á sér neglurnar. — Þú lofaðir dr. Spencer að hringja til konunnar hans. Adrienne lét sem hún heyrði þetta ekki, hún sat bara graf- kyrr og sljó. Julie varð að end- urtaka tvisvar, áður en vinkona hennar reis á fætur og gekk inn í bókastofuna. Julie þaut fram í eldhúsið. — Nei, herra Westbury hefur ekk- ert hringt, svaraði Martha Hart, til svars við spurningu hennar. Þegar lögregluþjónninn hringdi —■ nefndi hann þá nokkuð að einhverjir hefðu verið í nánd við Harpers Mill, þegar líkið fannst? Martha leit hræðslulega á hana. — Þótt svo hefði verið hefði Tyson ekki sagt mér það. Hvernig getur þér dottið svona Jagað i hug? — Ég veit það ekki. En þú veizt eitthvað, sem þú hefur ekki sagt okkur, Martha. — Ekkert sem neinum við kemur í þessu húsi, sagði Mart- ha og hélt áfram við uppþvott- inn. — Martha — ég spyr ekki bara af forvitni ■— en ef það er eitthvað sem þú hefur heyrt í sambandi við Adrienne, viltu þá vera svo væn að segja mér það. Ég skal ekki segja það neinum — nema þú leyfir mér það. Það er eitthvað, er það ekki? Martha lét ófús undan. — Ada Gunther á pósthúsinu, sagði mér að dama í hvítri kápu, í fínum, útlendum bíl hefði komið og spurt eftir herra Westbury seinnipartinn í dag. Hún horfði biðjandi á Julie. Sú síðarnefnda þagði, kinkaði aðeins kolli upp- örvandi. Martha hnussaði fyrir- litlega. — Og í kvöld kemur Sam sigri hrósandi inn með þær frétt- ir að bíll herra Westburys hafi staðið niður við Harpers myll- una. Hálsin þrengdist á Julie. — Hvenær var þetta? — Eitthvað tíu mínútum eftir að Adrienne og læknirinn komu. Hann kom hjólandi heim frá Oakridge Farm og sá þá bílinn og skemmti sér við þá tilhugsun að Jamie lilli fengi ærlega á baukinn, ef pabbi hans kæmi að honum í myllunni, einu sinni enn. Það þarf ekki að þýða neitt sérstakt, en þekki ég Ödu Gunt- her rétt, er það komið út um allt þorpið nú, að konan sem fannst í ánni, hafi komið við hjá henni og spurt eftir Martin Westbury. Ég hringdi til hennar til að biðja hana að senda mér pakka Hvað kostar Vikan? Kr. 27.11 ef þú gerist áskrifandi Símar 36720 og 35320 98 VIKAN-JÓLABLAÐ Það er bezt að nota sér vog- araflið! snekkjunni eru að spyrja hvort stjórnborð sé hægra eða vinstra megin! — Þetta er víst nýi bók- menntaþátturinn! — Ég mátti svo sem vita að þú eltir mig hingað! af þvotíaefni með kvötdblaðinu og þá þurfti hún að ryðja sig með þelta allt. Guð einn veit hvað hún er búin að segja mörg- um sömu söguna núna. -— Dámörgum, vænti ég, Mart- ha. Þær dauðhrukku við þegar þær heyrðu rödd Adrienne. Hún stóð í dyrunum. Ráðleysið stóð skrifað í and- liti Mörthu Hart. Þú mátt ekki leggja of mikið upp úr sveita- þorpastúðri, Adrienne. Allir þekkja frú Gunther. Hún horfði biðjandi á Julie Hamilton. — Þetta er rétt hjá Mörthu, sagði Julie. — Mitt álit er að við ættum að halda okkar grunsemd- um fyrir okkur sjálfar fyrst um sinn. Áður en við vitum í smá- atriðum hvað gerzt hefur við Harpers mylluna í kvöld, er til- gangstaust að velta því fyrir sér hvers vegna þessi kona var að spyrja um herra Westbury. Hún gerði vesældarlega tilraun til að brosa. Ég veit að þér finnst að ég ætti að fara eftir því sem ég sjálf prédika, en á sinn hátt eru fréttir Mörthu ekki sérstak- lega þýðingarmiklar, það eru miklar likur til að Martin hafi ekki einu sinni hitt . . . ,,gest sinn“, en að hann hafi fundið Jamie og verið kominn með hann heim, áður en slysið varð. — Það heldur lögreglan ekki, sagði Adrienne, með léttleika sem hefði mátt taka fyrir kæru- leysi, undir öðrum kringumstæð- um. — Hann hefur verið til yfir- heyrslu á lögreglustöðinni í meira en klukkutíma. 15. Julie Hamilton varð fyrri til að ná sér. — Hvernig veiztu það? — Jessica var að segja mér það í símanum. Það hefur víst verið töluvert uppistand heima hjá Spencer. Frú March er þar tíka og hún talaði við Martin, áður en farið var með hann á lögreglustöðina. Hún er nú á leiðinni hingað. Þrír langir stundarfjórðungar snigluðust til enda, áður en vin- konurnar tvær í anddyrinu heyrðu bílhurð skellt úti, en hin árvökula Martha var fyrst til að opna dyrnar. Sophia March kom inn og gekk með framréttar hendur þangað, sem Adrienne sat eins og lífvana. — Vertu nú bara róleg, vina mín, sagði hún huggandi. — Komið þér sælar frú Hamilton. Ég er sannarlega fegin fyrir Adrienne hönd að hún hefur yður hér. — Hvað gengur á á lögreglu- stöðinni? spurði Adrienne. — Er Martin þar ennþá? — Já, en það er ekki hægt að halda honum þar mikið lengur. Jan er þar líka og hann lofaði að koma hingað með Martin um leið og lokið yrði við að yfir- heyra hann. Hún þáði feginsam- lega drykkinn sem henni var gefinn. — Æ, þetta var gott. KJðlEFNI vifl allra bæfi 09 viO öll tækifæri Skólavörðust. 12 Laugaveg 11 Strandg. 9 Hf. Háaleitisbraut 58 PIERPONT og FAYRE-LEUBA úrum. Mikið úrval af lóðaklukkum — stofuklukkum — eldhúsklukkum (með transistorverki) — timastill- um — vekjaraklukkum. Góðar og nytsamar jólagjafir. Fvloist meO tímaoom. Allar Rýiusto oerflir af VIKAN-JÓLABLAÐ 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.