Vikan


Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 5

Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 5
— Hvernig stendur á því, Etienne, sagði Jóseph, að skýin geta svifið um himininn? Af hverju detta þau ekki niður? Þetta var í fyrsta sinn, sem lifandi verur flugu í tæki, sem búið var til af manna höndum. Og kóngurinn horfði á, með öllum sínum kempum og köppum. eða belg, í laginu eins og kassa. Svo kyntu þeir stórt bál, og Jóseph hélt belgnum yfir bálinu, svo að reykurinn færi inn í hann. — Pokinn er að léttast, þegar reykurinn fer inn í hann, það finn ég, sagði Jóseph. Svo hélt hann pokan- um lengur, og viti menn, eft- ir svolitla stund sveif pok- inn af stað upp í Ioftið, fullur af reyk. En hann datt bráð- um til jarðar aftur. — Það er af þvi, að reyk- urinn hélt ekki áfram að rjúka inn í hann, sagði Jóseph. — Næst verðum við að búa til stærri belg, svo stóran, að það sé hægt að binda eldstó neðan í hann og hann hafi eldstóna með sér, þegar hann lyft.ist, og þannig haldi reykurinn áfram að streyma upp í hann, þegar hann er kominn upp í loftið. Svo gerðu þeir þetta, og það tókst mætavel. Allt fólk- ið í nágrenninu kom og horfði á, þegar Etienne og Jósepli sendu loftbelginn sinn upp í loftið. Og kóngurinn frétti af þessu. Hann hét Lúðvík og var 16. kóngurinn með því nafni í Frakklandi. Og þess vegna var hann kallaður Lúðvík sextándi. Hann kall- aði á ráðgjafa sinn og sagði við hann: — Ég hef heyrt, að Jóseph og Etienne Montgolfier í París hafi búið til belg, sem getur svifið upp í loftið. Láttu þá koma hingað og búa til stóran og góðan belg og sýna mér, hvað þeir geta. Ráðgjafinn gerði það, og nú komu bræðurnir til Ver- sala, þar sem kóngurinn átti heima. Þar fóru þeii- að búa til stóran og góðan belg og kóngurinn borgaði allt efnið í hann. En rétt þegar belg- urinn var að verða tilbúinn, kom ofsarok og hann fauk á tré og ílengrifnaði. Svo þeir urðu að setjast við á nýjan leik og búa til nýjan belg. Þá dauðlangaði að binda körfu neðan í belginn og vera sjálf- ir í körfunni, þegar belgurinn svifi upp í loftið, en það harðbannaði kóngurinn. Því allir vísindamenn í Frakk- landi sögðu að það væri ekki hægt að búa til svona loft- belg, sem svifi upp í loftið, það væri á móti öllum nátt- úrulögmálum. Og Lúðvík 16. var handviss um, að allir menn, sem færu upp í loftið með svona svifbelg, myndu deyja. Þess vegna bannaði hann þeim að fara með. En þeir bundu nú samt körfu neðan í svifbelginn og í körfuna settu þeir eina kind, eina önd og eina hænu. Svo þegar dagurinn kom, að þeir skyldu sýna kónginum hvern- ig belgurinn gæti svil'ið, voru þessi dýr í honum. Þetta var 19. september 1783, klukkan eitt eftir hádegi, og það var í fyrsta sinn, sem lifandi ver- ur flugu í tæki, sem búið var til af manna höndum. Og allir kóngsins kappar og kempur horfðu á, þegar belgurinn sveif upp í loftið og var þar meðan eldiviðurinn í eldkatl- inum entist, en þegar eldur- inn kulnaði, seig belgurinn aftur hægt til jarðar. Þá flýttu allir sér þangað, til að vita hvort dýrin væru ekki dauð, en það voru þau al- deilis ekki, kindin fór strax að bíta gras, hænan að róta mold en öndin að synda, eins og þau hefðu aldrei farið neitt. Sá, sem mest lijálpaði bræðrunum að búa til svif- belginn, hét Pilatre de Rozier, og hann langaði óskaplega til að svífa í lcörfunni neðan í svifbelgnum. Hann skrifaði kónginum bréf og bað hann að leyfa sér það, en hann gat ekki farið sjálfur að tala við kónginn af því að liann var bara venjulegur maður en ekki greifi eða hertogi. En kóngurinn sagði alltaf nei. Þá sagði Pilatre við bræð- urna, að kóngurinn hefði bara bannað, að maður færi upp með svifbelgnum, ef hann væri alveg laus, en hann hefði aldrei bannað, að maður mætti vera í körfunni, ef belgurinn væri bundinn við jörðina með löngu bandi. Og það var alveg satt. Þess vegna bundu þeir nú langt band við belginn og festu það í sterkan staur í jörðinni og svo létu þeir belginn svífa með Pilatre í körfunni. Hon- um fannst það óskaplega gaman, en eitt fannst honum leiðinlegt: Að bandið skyldi ekki vera lengra. Þess vegna var hann alltaf að láta lengra og lengra band í belginn, og einu sinni, þegar bandið var orðið ógurlega langt, bauð hann með sér vini sínum, sem hét d’Arlandes. Hann var markgreifi, og þess vegna vin- ur kóngsins og mátti tala við hann. Hann skemmti sér mjög vel, og þegar þeir komu aftur niður á jörðina, fór hann til kóngsins og sagði við hann: — Mig langar að biðja yð- ur, herra, að leyfa mér að svífa lausum ásamt Pilatre. Við höfum svifið í belgnum bundnum, og það er engin hætta. Nú langar okkur að svífa i honum lausum. Kóngurinn gaf honum leyfi til þess af því d’Arlandes var vinur hans, og nokkrum dög- um seinna lögðu þeir af stað Framhald á bls. 101 VIKAN-JÓLABLAÐ 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.