Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 14

Vikan - 05.12.1968, Page 14
ftM* s-----------------------------------------------\ rfct'' Þótt svo að engin trygging sé fyrir því að fæðingu höfundar kristninnar hafi borið upp á þann tutt sökum þess að heiðnir menn voru þá vanir að gera sér dagamun út af hækkandi sól, þá mun arans, jólabarnsins. En allavega eru jólabörnin fleiri, þótt ekkert hafi til þessa hlotið meiri frægð. kostum og ókostum þess að deila afmælisdegi með Frelsaranum. Guðný Guðmunds- dóttir, vistkona á Hrafnistu, f. 1895: í bernsku þótti mér þetta óvið- kunnanlegt, jólin yfirgnæfðu þetta alveg og það var ekki laust við að mér þætti sem ég væri prettuð um afmælið. En það breyttist með aldri og þroska. Raunar man ég ekki eftir að hafa haldið upp ó afmælið mitt nema einu sinni, það var þegar ég varð fimmtug. Þá átti ég heima á Siglufirði, þar sem maðurinn minn, Jóhann Svein- bjarnarson, var tollvörður. S(ð- an ég flutti hingað á Hrafnistu, hafa börnin og barnabörnin og barnabarnabörnin, þau eru nú þrjátíu og sex (eitt þeirra, María Jóna, er með mér á myndinni), alltaf litið inn á aðfangadag- inn, bæði í tilefni jólanna og af- mælisins. En lítið þýddi að reyna að safna afkomendunum hingað öllum í einu, því að nú á ég áttatíu og þrjá á lífi, níu eru dánir. Aumingja barnið! sagði lækn- irinn minn hérna fyrir skemmstu þegar ég sagði honum hvenær ég ætti afmæli. Oðru smáatviki man ég eftir í sambandi við af- mælisdaginn. Þá átti ég heima í Hafnarfirði og fékk sr. Friðrik Friðriksson til að skíra hjá mér, einmitt á aðfangadag. Hann fór þá að skrafa við dóttur mína fimm ára, og spurði hvort hún vissi hvað hefði skeð í dag? Jú, hún hélt nú það, hún mamma fæddist í dag, sagði hún. Svo, sagði sr. Friðrik. En skeði ekkert annað þennan dag? Jú, svaraði telpan. Hann Jesús fæddist líka. Aðalbjörg Haralds- dóttir, f. 1957: Mér finnst það bara ágætt. En til þess að það rekist ekki á jóla- hátíðahöldin, held ég upp á það einhvern annan dag, oftast milli la og nýárs. Gunnlaugur Jóhann- esson, fiskimats- maður, f. 1917: Mér hefur alltaf fundizt það bæði viðkunnanlegt og hátíðlegt. Börn sem fæðast þennan dag eru al- drei afskipt afmælisgleðinni. Þetta kom sér ágætlega fyrir mig, sem ólst upp í stórum systkina- hóp. Það var aldrei nein hætta á því að ekki væru hátíðahöld á afmælisdaginn. Katrín Guðrún Sig- urðardóttir, skrif- stofustúlka í IBM- deild Loftleiða, f. 1947: Mér fannst það dálítið slæmt þeg- ar ég var yngri; þetta vildi gleymast í öllum jólaönnunum. En núorðið er mér alveg sama. Þegar ég var lítil, hafði ég þann sið að halda upp á afmælið fjór- um dögum seinna; þá var mesta jólaumstangið liðið hjá en hins- vegar nóg til af góðgæti frá jól- unum í afmælisveizluna, svo að lítið þurfti að hafa fyrir henni sérstaklega. Þetta hafði því sfna kosti. Síðan ég varð eldri hef ég lítið hugsað um að halda upp á afmælið, en það er aldrei að vita hvað maður gerir í þetta sinn — á aðfangadaginn kemur verð ég nefnilega tuttugu og eins árs. 14 VIKAN-JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.