Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 21

Vikan - 05.12.1968, Side 21
skrifa um ýmsa karaktera og samsetning af karakterum, sem ekki áttu heima í Landi og son- um. Land og synir hafði sterka tilhneigingu til að taka ákaflega beina og einfalda stefnu, þeg- ar ég var byr|aður á henni, og úti urðu ýmsir þeir karakterar, sem koma fram í Þjófi í Para- dís, en eru þess eðlis, að þeir eyðilögðu fyrir mér, hefðu þeir farið inn í Land og syni. Þá hefðu þeir eyðilagt heildarmyndina, sem er heldur dap- urleg, en þessi bók er ekki dapurleg. Þess vegna notaði ég tækifaerið. Annars vegar til að segja dæmisöguna um paradísarþjóðfélagið, hins veg- ar til að koma mínum körlum að. Þótt fólk eigi r------------------------------------------- Eins er það með kúk og piss trúboðið. Ég er viss um, eftir því hvernig gagnrýnend- ur og menningarunnendur taka þessu núna, allt ógætis menn, og allt unga fólk- ið í skólunum, að næstu 20 órin sjáum við ekki út fyrir hlandkeröldin. Það verður hinn nýi, islenzki saloon. Hin nýja, íslenzka Jósefína. ekki að þurfa að finna dæmisögur í bókum, til að hafa gaman af þeim, þjónar þessi bók mér með því að vera sæmilega heppnuð dæmisaga — og bjarga mínum körlum í hús. Síðan hef ég ekki í hyggju að skrifa meira úr sveit, vegna þess að mínir sveitakarakterar eru allir komnir í bækur. Þeir eru komnir heim. Ég var 13 ára, þegar ég fór úr sveit, svo það er takmarkað sem ég get sótt þangað. En mér fannst, að áður en ég færi að skrifa um það Iff, sem ég þekki bezt, þyrfti ég að taka til í húsinu, og skrifa um þessa karla, því ég verð alls ófær að skrifa um þá, þegar ég hef farið í gegnum þennan hasar, sem eftir er. — Þú sagðir, að Land og synir væru dapur- leg bók. Að sínu leyti er 79 af stöðinni það líka. — Já, það má segja það. En dapurleikinn í Landi og sonum er eftirsjá eftir tímabili. Dapur- leikinn f 79 er bundinn við persónurnar f sög- unni. Og það hefur kannski truflað fyrir Landi og sonum, að hún er sett upp sem saga um tfma- bil, meira heldur en um fólk. En dapurleiki 79 af stöðinni er ekki eiginlega runninn upp úr dapurleika tímabilsins. Þegar þú lokar 79 af stöð- inni, hefur þú lesið sögu, sem endar dapurlega fyrir fólk. En þegar þú lokar Landi og sonum, hefur þú lesið bók, sem endar dapurlega fyrir heila þjóð. Ákveðnum kapítula í hennar sögu er lokið. Það er svolítið stærri og meiri dapurleiki, finnst mér. — Enda heyrði maður það strax, þegar 79 af stöðinni kom út, að þú værir að skrifa þig frá kvenmanni. — Já? Skrifa mig frá kvenmanni, já! Þær eru margar, kenningarnar um 79 af stöðinni. En sann- leikurinn er sá, að þegar ég skrifa 79 af stöð- inni, er ég ekki alveg viss um, hvað ég er að gera. Það eru nú svo undarlega ásköpuð örlög manna, að um það bil sem ég er að Ijúka henni, verður Land og synir til. Hún verður bókstaflega til, þótt hún væri ekki skrifuð fyrr en löngu síð- ar og ég ætti mjög erfitt með að skrifa hana. En þá varð Land og synir til. Því þegar ég var að skrifa síðustu kaflana í 79 af stöðinni, svo sem norðurferðina, átta ég mig. Ekki, að ég sé að skrifa mig frá kvenmanni. Ég er að skrifa mig frá þeirri eftirsjá, sem bjó í manni, eftir þessu góða, þægilega sældar-kyrrallfi í uppvextinum til - --*c u-'-tHi*' Af þessu verður að draga þó ályktun, að heimsbókmenntir séu ekki til sem eining. Sé þetta svona, sem við höfum tilhneig- ingu til að trúa, meðal annars af því það hentar okkur Islendingum að trúa því, finnst mér, að þessir fóu, skandinavísku sveitamenn okkar hér ó íslandi, ættu að athuga sinn gang. Hafa þeir ekki bara tekið próf í einhverjum vitlausum fögum? V___________________________________________7 13 ára aldurs. Þá sé ég í sjónhendingu, að ég verð að skrifa mig til fulls frá því. Ég gat ekki látið það toga ( mig alla tíð. Ég lít svo á, að mitt aðalverk sé eftir sem höfundar. Að skrifa um minn eigin samtíma. En fyrst varð ég að skrifa mig frá barnæskunni. Það er ég að gera I 79 af stöðinni. En þetta tekst ekki betur til en svo, að úr því verður líka önnur bók, sem er Land og synir. Og það verður úr því þriðja bókin, Þjófur ( Paradís. En nú er ég búinn. Nú get ég farið að byrja. Það er rétt, að ég var að skrifa mig frá einhverju í 79 af stöðinni, og sjálfsagt er maður að skrifa sig frá einhverju í öllum bókum. En það var ekki kvenmaður. Þær hafa ekki garfað í mér þannig, að ég þurfi að skrifa um þær bæk- ur, ha! Hitt er svo annað, að það er ókaflega gott að nota þær í bókum, því bækur eru alltaf settar upp í tvennum hlutum, og ég hef verið ókaflega ósvífinn að nota kynin sem ákveðnar, symbólskar andstæður í verkunum. Og það er undarlegur fjandi, að sé ekki karl og kona í bók, er hún talin þjóðlegur fróðleikur eða eitthvað svoleiðis. Ha? Ekki skáldsaga. Það vogar sér enginn að skrifa skáldsögu, sem ekki er full af Útlendingar virða ísiendinga fyrir menn eins og Haildór Laxness og Snorra Sturlu- son. Við hinir erum bara skrattakollar til að viðhalda bókmenningu í landinu. Við erum taðið, sem heldur eldinum við. Og það á að láta billegt tað í friði. Það log- ar líka í því. V_______________________________________) kvenfólki og karlmönnum. Ha? Það lítur enginn við því. Ha? Það er sífellt að stangast eitthvað. Ha? Menn ættu að reyna að skrifa bók um rollu, ha? Eða hrút? Ha? Væri ekki gott að nota titr- andi hjarta sauðkindarinnar í læknabókmennt- irnar? — Onnur skýring á þínum verkum er Heming- waystælingin. — Já, það hefur lengi loðað við mig. Ég veit ekki hvernig það er vaxið. Ég stóð alltaf sjálfur föstum fótum á þv(, hvaðan ég væri og mín skrif upp runnin, og á hvaða forsendu þau byggðust. Menn slettu nú yfirleitt tungu í góm yfir því, og sögðu að ég væri bara að bjarga mér út úr vondri sítúasjón. Ég veit ekki hvort ég á að gera það einu sinni enn, því út af fyrir sig er mér ekki nema heiður að því, að vera orðaður við þennan ágæta og mikla höfund. Ég hafði les- ið Vopnin kvödd í þýðingu Laxness, og Og sól- in rennur upp, í þýðingu Karls ísfelds, þegar byrjað var að orða mig við Hemingway. Framhald á bls. 80 VIKAN-JÓLABLAÐ 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.