Vikan - 05.12.1968, Side 24
kortinu á morgun. Hann ætlaði að skrifa henni. Hún hafði ekki
kvatt hann, hún sagði: Við sjáumst síðar. En myndi hún svara
bréfi hans? Hann hélt það. Þvílíkt lán að hún skyldi missa vasa-
klútinn. Annars hefði hann aldrei komizt í samband við hana ....
Snemma morguns var Val Dartie að leggja af stað frá sveitasetr-
inu, sem hann. hafði leigt, í norðurhlíðum Sussex hæðanna. Hann
var að fara á veðreiðar í Newmarket. Hann staldraði við í dyrun-
um, til að kyssa konu sína að skilnaði.
— Reyndu nú ekki of mikið á fótinn, Val, og stilltu þig um að
veðja of hátt!
Meðan Val fann ylinn frá henni i faðmi sér, fannst honum að
bæði veiki fóturinn og peningaveskið væru öruggt. Og hann ætlaði
að reyna að fara að öllu með gát. Holly hafði alltaf á réttu að standa.
Honum fannst það ekkert skrýtið að hann, sonur Montys Dartie,
hafði alltaf verið trúr konunni sinni, sem hann kvæntist í Höfða-
borg fyrir tuttugu árum. Þar sem þau voru svo skyld, komu þau
sér saman um að eignast ekki börn. Holly var auðvitað orðin rosk-
in, en hún var ennþá grammvaxin og hárið, hennar mesta prýði,
var ekkert farið að grána.
— Jon kemur í dag, sagði Holly. — Og á laugardaginn getur
verið að Fleur komi með þér, með lestinni klukkan 1.40.
— Heyrðu, hefirðu hugsað um að Soames frændi og faðir þinn....
Er þetta ekki dálítið vandræðalegt?
— O, hvorki Jon eða Fleur vita um þessar gömlu erjur. Og auð-
vitað tölum við ekki um þær. Þau verða hér aðeins í fimm daga
saman, Val.
Val hló. — Þetta er svo furðulegt með fjölskyldu okkar? Soames
frændi kvænist franskri stúlku og faðir þinn kvænist fyrri konu
hans. Afar okkar og ömmur hefðu fengið aðsvif.
— Það hefðu allir afar og ömmur líka gert, sagði Holly.
Til að fyrirbyggja óþægilegar spurningar, sem ekki var svo gott
að finna svar við, hafði Jon aðeins verið sagt:
— Það kemur ung stúlka í heimsókn á laugardaginn, hún verður
hér í nokkra daga.
Af sömu ástæðu var líka sagt við Fleur: — Það býr ungur mað-
ur hjá okkur.
Þau voru því algerlega óviðbúin að hittast. Jon kom inn í stof-
una úr björtu sólskininu úti, og varð svo dolfallinn yfir gæzku
forsjónarinnar, að hann stóð eins og steinrunninn, og heyrði að
Fleur sagði, ósköp róleg: — Góðan daginn! eins og hún hefði
aldrei séð hann fyrr. Hún kastaði höfðinu eldsnöggt aftur á bak,
og hann skildi á því, að hann mátti ekki láta það í ljós að þau
höfðu hitzt áður.
Hann hafði fataskipti og var fyrstur niður í dagstofuna. Nú var
24 VIKAN-JÓLABLAÐ
Jo Forsyte hafði eytt 19 ára afmælisdegi sonar síns við að taka
til í gömlum skjölum og einkabréfum sínum. Hann fór sér rólega
að öllu, hann var orðinn veill fyrir hjarta, og það var með hann,
eins og alla aðra í Forsytefjölskyldunni, hann fór vel með sig, hann
hafði enga löngun til að deyja fyrir aldur fram, frekar en ættmenn
hans.
Dauðadómur vofir yfir öllum mannlegum verum, og Jo var bú-
inn að búa svo lengi með sínum, að hann vildi heldur hugsa um
önnur málefni. Þennan dag beindist hugur hans til sonarins.
Jon varð 19 ára þennan dag, og hann hafði tekið ákvörðun um
lífsstarf sitt. Fyrir nokkrum vikum kom hann til föður síns og sagði:
— Mig langar til að snúa mér að landbúnaði, ef þú vilt kosta mig
til þess.
Jo hafði skrifað Holly Dartie, dóttur sinni og spurt hvort hún
eða maður hennar þekktu ekki einhvern bónda, sem vildi taka hann
sem lærling. Holly var mjög glöð yfir þessu og sagði að þau ættu
prýðilegan nábúa, sem örugglega tæki hann til sín, og þau hjónin,
hún og Val, yrðu himinlifandi ef hann vildi búa hjá þeim.
Og á morgun átti drengurinn að fara til Sussex.
Um kvöldið kom Irene inn í svefnherbergi manns sín og settist
við gluggann. — Þú getur aldrei gizkað á hvern ég sá í dag, Jo.
Soames!
Soames! Jo hafði forðast minningar um þann mann í mörg ár,
hann þoldi ekki einu sinni að hugsa um hann. Og nú fann hann
hjartað taka kipp.
Irene hélt áfram: — Hann og dóttir hans voru á málverkasýning-
unni í Cork Street, og þau töluðu við margt fólk þar. Á eftir rák-
umst við svo aftur á þau, á veitingastofunni, þar sem við Jon feng-
um okkur te. Hann er að vísu orðinn gráhærður, en annars lítur
hann út eins og fyrir tuttugu árum.
— Og dóttirin?
— Hún er ljómandi lagleg. Að minnsta kosti fannst Jon það.
Aftur fékk hann kipp í hjartað. — Þú hefir vonandi ekki....?
— Nei, en Jon veit vel hver þau eru. Stúlkan missti vasaklútinn
sinn og Jon tók hann upp. Þetta var allt eitthvað þvingað og undar-
legt, og það fór ekki hjá því að Jon tæki eftir því.
Jo saup hveljur og sagði: — Ég hefi oft husgað um það hvort
ekki er rétt að setja hann inn í þetta. Hvað hefir þú sagt honum?
— Að þau séu skyldfólk þitt, en að við þekkjum þau ekkert.
Það getur verið að Jon spyrji þig um þetta núna ....
Jon lá vakandi á herbergi sínu, fullur tilfinninga, sem hann
hafði aldrei gert sér grein fyrir. Þetta hlaut að vera það, sem kall-
að er ást við fyrstu sýn.
Fleur, nafnið eitt var sem hljómlist. Hún bjó í Mapeldurham,
einhversstaðar upp með ánni. Hann hlaut að geta fundið það á