Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 25

Vikan - 05.12.1968, Síða 25
um að gera að glata engu tækifæri. En Fleur kom síðust. Við mið- degisverðarborðið sat hann andspænis henni, og það var hræðilegt. Hann þorði ekki að segja neitt, af hræðslu við að gera eitthvað rangt. Fleur talaði um heima og geyma. Henni hlaut að finnast hann leiðinlegur. Fleur var í hvítum kjól, mjög einföldum, en hann fór henni vel. Kjóllinn var ermalaus og hún hafði stungið hvítri rós í hárið. Hún var dásamleg, og Jon velti því fyrir sér hve gömul hún væri, hún virtist svo miklu öruggari og reyndari en hann. Hvers- vegna mátti hann ekki láta bera á því að þau höfðu hitzt áður? Eftir miðdegisverðinn sat hann einn með Val, og dreypti virðu- lega á portvíninu sínu, meðan hann svaraði spurningum mágs sín. Ef Jon vildi fá sér reiðtúr, — reiðmennskan var alltaf efst í huga Vals, þá mátti hann taka rauða folann, hann var tveggja vetra .... — Fleur er ekki góð reiðkona, en hana langar til að venjast hest- um, bætti Val við. — Hún hefur engu vanizt í þá átt, enda þekkir faðir hennar ekki mismun á góðum hesti og vagnhjóli ... En vel á minnzt, ég þekkti hálfbróður þinn í Oxford, fyrir mörgum ár- um. Jolly, sem dó í Búastríðinu Jon lyfti brúnum. Nú bauðzt honum tækifæri til að komast að einhverju um fjölskylduna. En þá kom Holly í dyrnar: — Komið þið nú! Og hann reis á fætur, það var allt annað og miklu meira virði, sem beið hans .... Það var Fleur sem sagði að veðrið væri alltof gott til að sitja inni. Þau fóru út, og Fleur hljóp um milli trjánna, og Jon fylgdi henni eftir. — Er þetta ekki dásamlegt? kallaði hún á hlaupunum, og Jon svaraði hljóðlátlega. — Jú, þetta er dásamlegt! — Má ég ekki kalla þig Jon? spurði hún, þegar þau námu staðar. — Jú, hvort þú mátt. — Þá geri ég það. En þú veizt líklega að það hafa verið erjur milli fjölskyldna okkar, — eitthvað afskaplega rómantískt og kjána- legt. Þessvegna lét ég eins og ég hefði ekki séð þig áður. Nú losnaði um tunguhaftið, þau fóru að tala um heimili sín, og líf sitt fram að þessu. En það var eins og þau væru á verði um að minnast ekki á tvær persónur, föður hennar og móður hans, það var eins og þau fyndu fyrir vandlætingaraugnaráði, einhversstaðar að. — Kynslóðin á undan okkur hugsaði ekki um annað en eignir, sagði Jon reiðilega. — Þessvegna brauzt stríðið út. — Svo-o, ég hefi aldrei hugsað út í það, sagði Fleur. — Það var líka einhver eign, sem varð orsök að misklíð milli þinnar og minnar fjölskyldu. En við eigum nóga peninga, og það á þín fjöl- skylda líka, er það ekki? — Jú, sem betur fer. Ég held að ég verði aldrei neinn fjárafla- maður, sagði Jon. — Ef þú værir það, þá myndi ég ekki vera svona hrifin af þér. Þú ert indæll Jon. Hún þrýsti hönd hans, og Jon svimaði af hamingju. Þau sátu á jakkanum hans og hann lagði varlega handlegginn um mitti hennar. Fleur hrukkaði ennið. — Ég veit að það er ekki óskað eftir því að við verðum vinir. — Já, en það er heimskulegt, sagði Jon. — Þú þekkir ekki föður minn. Ég er einkabarn. Á einn hátt ert þú það líka, ég meina að þú ert einkabarn móður þinnar. Er það ekki óþolandi, þá er svo mikils krafizt af manni. — Já, lífið getur verið nokkuð snúið, sagði Jon — Bara að mað- ur gæti lifað eilíflega, og fengið skilning á þessu. — Og elskað allt mannkynið? — Nei, mig langar aðeins til að elska eina, — þig, hvíslaði hann í hrifningu og kyssti hana á mjúka og hlýja kinnina. Morgunverðinum á Mapledurham var lokið og Soames var á leið til málverkasalarins. Hann var, það sem Anette konan hans kallaði á bjagaðri ensku, sorgbitinn. Fleur dóttir þeirra var ekki heima. Þau höfðu búizt við henni á miðvikudag, en hún sendi skeyti og sagðist ekki koma fyrr en á föstudag. Á föstudag komu skilaboð um það að hún myndi örugglega koma heim á sunnudag, en nú var húsið orðið fullt af gestum, en honum fannst allt svo dautt og k.vrrt, vegna þess að Fleur var ekki komin. Soames nam staðar fyrir framan Gauguin málverkið, það sem snerti hann mest af öllu málverkasafninu. Hann hafði keypt þessa stóru, ljótu mynd, ásamt tveim málverkum eftir Matisse, fyrir stríð, vegna þess að það var gert svo mikið veður út af þessum tveim, sem svo gerðust impressionistar. — Mér finnst þetta hræði- leg mynd. var sagt fyrir aftan hann. Það var Winifred systir hans, sem hafði fylgt honum eftir. — Jæja, þér finnst það? sagði hann, dálítið móðgaður. — Ég borgaði nú samt fimm hundruð pund fyrir myndina. — Er það satt? Konur eru nú örugglega ekki þannig skapaðar. Soames hló, hálfergilegur. — Það er örugglega ekki þetta eitt, sem rekur þig á minn fund. — Nei, Soames. Veiztu að sonur Jos býr hjá Holly og Val, meðan hann er að kynna sér landbúnað? Ég varaði Val við því að segja þeim nokkuð um gamla daga. Soames var farinn að æða fram og aftur um gólfið. — Hversvegna hefirðu ekki sagt mér þetta fyrr? Winifred yppti öxlum. — Fleur fer alltaf sínu fram, hvort sem er. Þú hefir dekrað hana alltof mikið. Þessutan, — hvað gerir þetta Framhald á bls. 62 VIKAN-JÓLABLAÐ 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.